Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 63
ÞORF GREINARGERÐ
sér uppgjöf í baráttunni um hug-
myndir. Það er hægt að hafa mis-
munandi heimspekiskoðanir og aðr-
ar hugmyndir um Jsróun menningar-
lífs, án þess að leggja borgir í rúst,
skipuleggja uppreisnir, senda njósn-
ara í annarra lönd eða ausa hinn að-
ilann svívirðingum. Meðal þeirra eðl-
isfræðinga sem fyrir tveimur árum
ræddu friðsamlega nýtingu kjarn-
orku voru áreiðanlega menn með
næsta ólíkar skoðanir á stjórnmál-
um. Möguleikar á samvinnu meðal
þeirra hafa samt í för með sér ný
tækifæri, ekki aðeins fyrir þroska vís-
inda, heldur einnig fyrir velferð allra
þjóða. Heimsókn Moskvuballettsins
og Pekingóperunnar færa út sjón-
deildarhring margra enskra og
franskra manna. Þær heimsóknir
auðguðu anda þeirra og reginmunur
þessara tveggja heima hindraði þær
ekki. Ég fagna því ekki síður en
bréfritari minn að svo margar ágæt-
ar sögur vestrænna höfunda eru
þýddar hér. Ég er sannfærður um að
við höldum áfram að þýða megin-
verk erlendra höfunda, jafnvel þó að
þau séu í verulegum atriðum frá-
brugðin okkar. Málverkasýningar frá
Indlandi, Frakklandi, Belgíu og öðr-
um löndum hafa verið haldnar í
Moskvu; fólki leizt vel á sum mál-
verkin, miður á önnur. En ef áhorf-
andi horfir á landslagsmynd sem
hrífur hann, er hann ekki að skoða
hana til þess að geta brotið heilann
um hvort málarinn sé hugsjónamað-
ur eða efnishyggjumaður.
Umræður um hugmyndakerfi og
samningar stjórnarvalda eiga ekki
heima á sama vettvangi. Kynni okk-
ar af vísindum Bandaríkjanna, bók-
menntum Breta, eða málaralist
Frakka, mega ekki fara eftir því í
hvaða skapi Dulles var þegar hann
vaknaði, hvað Selwyn Lloyd sagði
eða hvaða ráðherrar kunni að koma
fram í Frakklandi og hvert þeir snúa
sér.
Eg er mjög hrifinn af mörgum nú-
tímahöfundum Bandaríkjamanna,
svo sem Hemingway, Caldwell,
Faulkner, Steinbeck, Fast og Saro-
yan. Mér þykir vænt um að margar
af bókum þeirra hafa verið þýddar
á rússnesku og að sovézkum lesend-
um líka Joeir vel. Er mögulegt að við
eigum þess vegna að hætta að berjast
gegn kynþáttahatri af því að það er
svo útbreitt í Bandaríkjunum, gegn
hinum ómannúðlegu kenningum
Vogts eða gegn nokkrum vísinda-
mönnum eða rithöfundum sem að-
hyllast hið úlfslega siðferði „frjálsr-
ar samkeppni“? Ég met mikils mál-
verk eftir Picasso, Matisse, Rouault,
Marquet, Léger, Braque og marga
aðra. Blind og vélræn eftiröpun
sumra manna eftir Picasso og Braque
hefur breitt út abstraktlist sem mér
finnst ómannleg og sem ég ætla að
berjast gegn. Ég met mikils marga
franska rithöfunda í dag og geri hvað
253