Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 12
EF BORN VÆRU AÐ LEIKA SER ... allt frá íhaldsmönnum til kommún- ista, megum halda áfram að lifa, við sjálfir þangað til við deyjum, hver með sínum hætti, og þó upp á gamlan máta, svo sem lengstum hefur dáið verið á íslandi, en ekki allir í senn fyrir tilstilli hinnar stóru sprengju, og síðan börn okkar, að þau megi halda áfram að lifa og vera Islendingar, og síðan þeirra börn og þeirra börn, kyn- slóð af kynslóð, eins og við, börn for- eldra okkar, og foreldrar okkar, börn afa okkar og ömmu, kynslóð af kyn- slóð, straumur lífsins aftan úr eld- fornum tímum og áfram til nýrra tíma, friðsöm íslenzk þjóð, frjáls í landi sínu. Og svarið við spurningunni er sem sagt þetta: Okkur getur ekki verið nein vernd í vopnum, en okkur getur orðið vernd í öðru, og það er vopn- leysi. Þessvegna eigum við að losa okkur við herinn og lýsa yfir algjöru hlutleysi í átökum stórveldanna, þess- ara tröllvöxnu hálfvita, sem skáldið nefndi svo. Þetta, og ekkert annað gæti tryggt okkur líf, ef til styrjaldar kæmi, okkur sjálfum og börnum okk- ar. Já, börnum okkar. Þetta er sem sé spurningin um glókollana í sandkass- anum, hvað verður um þá? Og ekki aðeins okkar glókolla, heldur einnig glókollana í sandkössunum þar vestur í New York og Chicago, og þar suður í London og París, og þar austur í Moskvu og Kænugarði. Einnig þeim gæti orðið vernd í okkar vopnleysi, hlutleysi okkar gæti einnig bægt frá þeim háskanum af kjarnorkubruna. Og hvernig þá það? Við erum að vísu ekki nema ein ]it- il þúfa á hinu víðáttumikla og ærið óslétta mannkynstúni. En við eigum lika gamalt og gott máltæki sem segir, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Já, því skyldi það ekki einnig vera á valdi lítillar þúfu að velta hinu þunga hlassi styrjaldaróttans af mannkyn- inu? Það hlýtur að minnsta kosti að vera skylda okkar gagnvart mannkyn- inu að reyna til þrautar hvert vald við kunnum þar að hafa til góðs. Okkur ber að koma fram sem fyrirmynd öðr- um þjóðum í vopnleysi okkar og skil- yrðislausri fordæmingu á styrjöldum sem leið til lausnar á deilum stórveld- anna. Okkur ber í hvívetna að koma fram sem friðflytjendur, boðendur skilnings og umburðarlyndis í sam- skiptum þjóða. Okkur ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stór- veldin hætti að veifa þessum and- styggilegu sprengjum sínum hvert framan í annað. Og þetta ber okkur að gera, ekki aðeins til að forða okk- ar eigin glókollum, heldur og glókoll- unum þeirra, frá því að verða kjarn- orkubruna að bráð. 202
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.