Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vítis sem ölduiri saman hafði legið eins og mara á íslenzku sálarlífi. Og það tókst honum. Þorsteinn Erlingsson harðneitaði þeirri kenningu að mannkyninu hefði verið bjargað með hryllilegum krossdauða spámanns nokkurs í eitt skipti fyrir öll. Hann var sannfærður um að böl alls mundi ekki batna fyrr en fólkið sjálft hristi af sér hlekki auðvalds og kennivalds — sem í hans augum voru tvær hliðar á sama hlutnum — og gerði jörðina að friðsælli sameign sinni og fegurðaruppsprettu. Hitt er svo ekkert furðuefni hversu mjög hann dáði meistarann frá Nazaret. eins og hann birtist okkur í guðspjöllunum. Ég þykist ekki guðlasta þó ég gizki á að enginn íslendingur hafi um sumt verið Kristi líkari. Báðir réðust af heilagri bræði gegn hræsni og kúgun, báðir voru óþreytandi málsvarar smæl- ingjanna, báðir töluðu til fólksins á einfaldasla máli hjartans, báðir voru gæddir því milda innsæi skáldsins sem veit að andinn lífgar en bókstafurinn deyðir — að allt frelsi er fólgið í lifandi samvitund við síunga og síbreytilega verðandi himins og jarðar. Jesús Kristur og Þorsteinn Erlingsson eru báðir merkisberar þeirrar ævarandi kröfu veikleikans sem öll mikil sköpun er risin af. Eigi var kyn þótt nokkuð drægi úr eldmóði skáldsins eftir lieimkomuna: hér var þá engin höfuðborg né háskóli né iðnaður né verklýðshreyfing — ein- ungis grár veruleiki hnípinna sveita og kauptúna og endurreisnarbjarminn að mestu hulinn hungurmóðu aldarinnar. En handan yfir haf var hann þegar búinn að slá fyrsta slag byltingarinnar á Islandi: hinn ómótstæðilegi frum- hljómur sósíalismans hafði náð eyrum alþýðunnar — og þar mun ásláttur snillingsins halda áfram að óma, unz brautin er brotin til enda. Nú þótt Þorsteinn Erlingsson sækti eld boðskapar síns út í lieim, þá voru íslenzk örlög það baksvið er léði eldinum hina djúpu birtu sem stafar frá skáldskap hans. Þeim örlögum var hjarta hans bundið í lífi og dauða. Hann hataði að vísu mikið, en aldrei einstaklingana sem slíka, heldur þá siðblindu sem hann taldi þá formyrkvaða af. Því eðli hans var að elska — þyrnarnir voru aðeins sársaukafull vörn þess rósagarðs þar sem ást hans greri: ást hans á landi og þjóð og sögu og tungu, ást hans á öllu ósviknu lífi. Þegar maður snýr sér frá bitrustu ádeilukvæðum hans að ljúfustu ljóðun- um um það sem hann unni er sem maður gangi úr þrumum og eldingum Heklu yfir í alsælan sólskinsmorgun austur í Fljótshlíð. Slík voru veðrabrigð- in í sál hans. í þessum ástaljóðum býr hinn upprunalegi grunntónn skynjunar hans — hitt allt er réttlát reiði náttúrubarnsins yfir að vera truflað í tilbeiðslu 188
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.