Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 144

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 144
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Agnar Mykle: Frú Lúna í snörunni Islenzk þýðing eftir Jóhannes úr Kötlura. Bláfellsútgáfan 1958. að er meiri vantli en svo, að skrifa rit- dóm um bók sem ýmist hefur verið haf- in til skýjanna eða sölluð niður, að ég treysti mér til þess. Þetta verður því aðeins stutt umsögn um ofannefnda bók í tilefni af þýðingu hennar á íslenzku. Það hefur stauið mikill styr um tvær síð- ustu bækur þessa höfundar og málaferli út- af annarri þeirra, Sangen om den röde rubin. Það sem deilt hefur verið um á jafnt við um báðar bækurnar. Síðari bókin er sízt berorðari um kynmök persónanna en þessi er. Nú getur það verið æði misjafnt hve vel lesendur una sér við lestur kynóra, sumum eru þeir hreinn viðbjóður, öðrum heimul- legur losti. En það er broslegt að vera að hindra með lagaaðför útgáfu skáldsagna sem ræða þessi mál af meiri bersögli en aðrar, á þeim grundvelli að sáluhjálp æsku- lýðsins sé í veði. Ég held að æskulýður allra tíma viti meira um þessi feimnismál en sum- ir virðast ætla, og að hann fari ekki að hlaupa amokk í saurlifnaði af þeim ástæð- um einum að hann kemst yfir bækur sem þessar skáldsögur, og mannlegu eðli verður ekki breytt með nokkrum rituðum orðum, til þess er það alltof íhaldssamt og samt við sig. En þeir menn sem hafa þá skoðun heiðarlega að slíkar bækur séu skaðlegar ættu að rifja upp fyrir sér þann þátt í sínu eigin mannlega eðli sem girnist mest for- boðna ávexti og vera ekki að auglýsa þær með banni eða fyrirbænum. Annað mál er svo hitt, að mér finnst sög- unni stórspillt, frá listrænu sjónarmiði séð, með þeirri krufningu sem höfundur við- hefur þegar hann þarf að láta unga mann- inn fara á öriagaríkt kvennafar, ekki sýnist heldur þörf á að blanda inn í það óeðli. Og manni virðist ekki sagan hafa að baksviði kynæði eða niðurbælda kynþörf sem rétt- læti þessar nákvæmu og smásmyglislegu lýsingar sem engu leyna og ekkert skilja eftir handa ímyndunarafli lesandans. Þær eru ekki fallnar til að auka listræna nautn hans. Gagnstætt því verka þær á hann eins og framhaldsklámsaga sem sjómaður segir yfir brennivínsglasi og er alltaf að bæta við og inn í, þangaðtil allt púður er farið úr henni og hlustandanum leiðist. Því verður ekki í móti mælt að þetta er mikil skáldsaga og kunnáttusamlega samin. Söguhetjan er kornungur maður, fátækur stúdent, sem í býr skapandi tónlistargáfa. Honum er hrundið út á braut verzlunar- skólastjóra af rektor sínum þegar hann er nýsloppinn frá prófborðinu. Hinn ungi mað- ur í sögunni er ekki sérstaklega aðlaðandi persónuleiki, maður með foreldris-lokmein og æstar tilfinningar, huglítill og framtaks- laus. Hann er ekki, þegar hér er komið, far- inn að gera sér grein fyrir köllun sinni, tón- listinni, hún er honum enn óljós grunur, enda hefur ekki verið svo búið að honum á heintili foreldra hans að hún hafi mátt þró- ast. Faðirinn hafði sjálfur einusinni sams- konar tilhneigingu, en er af þeirri manngerð sem vill að aðrir fái ekki það sem hann ekki fékk. En Askur, söguhetjan, veit það eitt að með því að taka að sér skólastjóra- stöðuna losnar hann að heiman, þar sem honum líður líkt og emi í búri, og að hann getur sennilega unnið sér inn fé til fram- haldsnáms. Hann þiggur því stöðuna og fer norður á hjara Noregs. Og þar lendir hann í kvennastússi með þeim afleiðingum að hann verður faðir tveggja bama nærri sam- tímis, og á sitt með hvorri konunni. Þegar hann, ári síðar, kemur heim aftur sem hálfgerður strokumaður frá skyldum sínum tekst honum að útvega sér lán til há- 318
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.