Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 94
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR landshlutum. Sú tylliástæða er gefin í for- má!a þessa bindis, aff sögur þessar séu tald- ar einna yngstar Islendinga sagna. Nú munu flestar þeirra vera litlu yngri en Grettis saga, og allar eru þær sennilega eldri en Fljótsdæla saga, sem þó var látin fljóta meS öðrum sögum af Austurlandi. En auk þess er þetta viðhorf til sagnanna, að þær séu einhverjum stórum mun verri, ef þær voru ritaðar eftir 1300, heldur vafasamt. Og enn má minna á það, að svo margt leikur á huldu um ritunartíma sagnanná í þessu bindi, að slík flokkun á harla lítinn rétt á sér. Þó mun óhætt að segja, að sagna- skemmtunin hafi staðið með mikhim blóma á 14. öld, og voru það ekki eingöngu eldri sögur, sem notaðar voru, heldur voru nýjar sögur að sjálfsögðu einnig samdar á þeirri öld. Afstaða íslendinga til fornsagnanna á 14. öld sýnir glögglega, hve óháðir Norð- mönnum þeir voru í andlegum efnum. Og hún sýnir einnig þau geysimiklu ítök, sem sagnaskemmtunin hafði í þjóðinni allri. Kjalnesinga saga mun að öllum líkind- um vera rituð skömmu eftir 1300, eins og útgefandi telur. Þótt skemmtun vaki mjög fyrir höfundi þeirrar sögu, er hún þó að öðrum þræði pólitísk og táknræn. Hún ber það glöggt með sér, að höfundur hennar hefur mikinn ugg af norskri stjórn. Löndin tvö, tsland og Noregur, koma fram í gervi fjallanna Esju og Dofrafjalls, eða öllu held- ur í gervi þeirra persóna, sem fjallsnöfnin bera, þeirra Esju og Dofra. íslendingurinn Búi Esjufóstri fer á fund Norðmannsins Ilaralds Dofrafóstra. Heima á íslandi hefur Búi notið verndar Esju fóstru sinnar. Með viturlegum ráðum hefur hún forðað honum frá hvers konar háska. En í Noregi verður það brátt Ijóst, að fóstursonur Dofra vill hann feigan. Haraldur sendir Búa til Dofra, og er það forsending, því að Haraldur ef- ast ekki um, að íslendingurinn eigi ekki afturkvæmt. En Búi er heppinn, og í dvöl sinni hjá Dofra nýtur hann dóttur Dofra, og hún bergur lífi hans. Þegar hann keniur aftur til Haralds, er enn reynt að tortíma honum, en hinn alkunna lífseigla íslend- ingsins, sem jafnvel Danir á sfðari öldum gátu ekki drepið, er Norðmönnum ofur- efli. Búi sleppur lifandi til íslands. En að lokum verður saga Búa sú, að sonur hans og Fríðar Dofradóttur kemur til íslands, glímir við föður sinn og veldur dauða hans. ísland hefur verið sigrað, og ummæli Búa um frelsistap þjóðarinnar árið 1262, sýna glöggt þá bölsýni, sem íslendingar um 1300 litu á þessi mál: „Fellt mun nú til hlítar.“ Á fyrstu áratugum 14. aldar hefur það þótt harla ósennilegt, að íslendingum myndi auðnast að vinna frelsi sitt aftur. Og svipaður dómur um landssölumenn 13. aldar kemur enn fram í orðum Búa: „Ekki hefur nú orðið erindi þitt hingað hagfellt." Harmleikurinn í sjálfstæðistapi íslendinga á 13. öld var ekki hvað sízt fólginn í því, að þar áttu íslendingar sjálfir drjúgan hlut í. Meðan íslendingar stóðu allir vörð um frelsi þjóðarinnar, gátu Noregskonungar engu komið áleiðis. Á svipaða lund er saga Búa. Hann gat staðizt allar hættur þeirra Haralds og Dofra fóstra hans, en þegar son- ur Búa, hinn hálfíslenzki maður, kemur á vettvanginn, eru dagar Búa taldir. Þessi afstaða til Noregs í Kjalnesinga sögu kemur ekki sízt fram í því, hve mikil áherzla er lögð á írskan uppruna Kjalnes- inga. Orlygur er kallaður írskur að allri ætt, þótt af Landnámu verði ráðið, að hann hafi verið norrænnar ættar. í sögum er oft vitnað til ríkisára Haralds hárfagra, en í Kjalnesinga sögu er miðað við ofanverða daga Konofogurs írakonungs. Esja, hin ís- lenzka fóstra Búa, virðist vera talin írsk. Nú hefur höfundi Kjalnesinga sögu að sjálf- sögðu verið fullljóst, að Esja var ekki kven- mannsnafn, enda er nafn þetta notað á tákn- rænan hátt, eins og þegar er getið. En 236
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.