Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 96
TIMARIT MALS OG MENNINGAR anna orðin „af skaparanum“ til að draga úr fullyrðingu sinni um það hvemig lífinu hefði „í upphafi verið blásið__í ný fonn eða nýtt form“. En seinna lét Darwin í ljós það álit, að það mundi koma í ljós, að lífið væri „afleiðing einhvers almenns lögmáls" — þ. e. tilkomið við náttúrlegt ferli, en ekki fyrir atbeina guðs. Hann endurtók þessa skoðun að minnsta kosti þrisvar sinnum í bréfum, sem ekki voru birt fyrr en eftir dauða hans, svo að ekki verður efast um, að hún hafi verið hin endanlega skoðun hans. Á þeirri öld, sem liðin er síðan Uppruni tegundanna kom út, hefur sú skoðun smám saman þróazt meðal líffræðinga, að upp- runa lífsins megi rekja til hins lífvana heims. „Það er í rauninni ekki lengur hægt að komast hjá þeirri ályktun, því að fyrsta skref þess ferlis hefur þegar verið leikið eftir í nokkrum rannsóknarstofum." Á fundi sem nýlega var haldinn í Chicago var hópur kunnra sérfræðinga frá ýmsum löndum spurður um álit sitt á þessu atriði, og töldu þeir allir, að ekki yrði langt að bíða þess, að líf yrði búið til í rannsóknarstofum. I hinum enda lífssögunnar, þar sem mað- urinn kemur til skjalanna „var þróunarfræð- ingum frá upphafi ljóst, að maðurinn getur ekki verið undantekning". Hann „hefur enga sérstöðu aðra en þá að vera sérstök tegund í dýraríkinu. Hann er í fyllsta skiln- ingi hluti af náttúrunni en ekki utan við hana. Hann er ekki í óeiginlegri, heldur í bókstaflegri merkingu skyldur öllu sem lif- ir.“ Þegar þess er gætt, að maðurinn er að- eins ein af milljónum tegunda, „er það í hæsta máta ósennilegt", að nokkuð á jörð- inni sé til orðið vegna mannsins. „Það er ekkert líklegra, að ávextir t. d. hafi orðið til manninum til yndisauka, heldur en að maðurinn hafi orðið til tígrisdýrinu lil ynd- isauka." Tegundirnar eru á margvíslegan hátt háð- ar Iiver annarri, það er lögmál lífsins. Sum- um tegundum vegnar betur en öðrum, „en það er ekki af því að þær njóti hylli guð- legra máttarvalda öðrum fremur." Heimur- inn á að sjálfsögðu sinn tilgang, „en þeim tilgangi er ekki þröngvað upp á hann utan frá, og hann miðast heldur ekki við fram- tíðina. Hann býr í hverri tegund fyrir sig, og er aðeins tengdur lífsferli hennar og venjulega einungis eins og það er á hverj- um tíma.“ Saga lífsins á jörðinni eins og lesa má hana í steingervingum „er í fullu samræmi við þróunarkenningu nútímans og ... sýnir ekki að þörf sé neinnar annarrar skýringar" á tilurð mannsins. I þeirri sögu sem lesa má í steingerving- unum er eitt atriði, sem „mundi sennilega aldrei hafa komið fram við rannsóknir á lifandi verum“. Það er þetta: „I allri sögu lífsins hafa langflestar tegundir þess dáið út.“ Árangur þróunarinnar er sem sé oftast útrýming, en ekki stöðug framþróun í átt til æðri lífsforma. Framþróun hefur átt sér stað, en aðeins sem undantekning. „Aðlögunareiginleiki sá sem felst í nátt- úruúrvali hefur tryggt, að sumar tegundir héldu lífi, að í heiminum byggju áfram að- lögunarhæfar lífverur, en jafnóumflýjanlega hefur hann séð til þess, að flestar þeirra dæju út. Hann hefur þar að auki valdið því, að þær tegundir sem haldið hafa lífi fram á þennan dag hafa ekki allar þróast áfram eða tekið framförum, að minnsta kosti ekki frá sjónarmiði mannsins. Amaban, þessi frumstæði einfrumungur, hefur haldið að- lögunarhæfileika sínum og lifir enn, en hin- ar tignarlegu risaeðlur glötuðu honum, og um leið lífinu. Bandormurinn, svo úrættað- ur sem hann er, virðist eins aðlögunarhæfur og maðurinn, sem við teljum að sé á fram- þróunarbraut." í þessari sögu steingervinganna er þann- ig að finna svarið við þeim tveim skýring- 238
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.