Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 122
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að geta um og ræða opinberlega, eigi að-
eins fyrir þá sök, að þarna voru íslenzkir
tónlistarmenn að kynna verk sín, — tónlist-
armenn, sem allir nema einn- teljast til
yngstu kynslóðarinnar, heldur einnig og
einkanlega vegna þess, hvers eðlis hún var
þessi tónlist, sem ekki varð meðtekin, án
þess að maður hlyti að spyrja sjálfan sig
með nokkurri áhyggju, hvort þetta væri
það, sem koma skyldi eða skilja bæri sem
vísbendingu um markmið og stefnu ís-
lenzkrar tónlistarþróunar á hinum næstu
tímum. Engum væri láandi, þó að hann
teldi það hæpna afstöðu til slfkra listmenn-
ingarfyrirbæra að ætla sér að afgreiða þau
með þögninni, enda jafnan skammgóð
lausn á vandamáli að leiða það hjá sér.
Ég hef því afráðið, þrátt fyrir allt, að láta
nú birtast ofurlitla álitsgerð um þessi mál,
ef verða mætti einhverjum til glöggvunar
eða orðið gæti til þess að hnekkja fáeinum
af öllum þeim firrum, sem margir láta nú
bjóða sér í þessu efni. Mun ég þá hafa þann
hátt á að skrifa þessa grein öðrum þræði í
formi nokkurs konar vinsamlegrar rökræðu
við Jón Leifs tónskáld, sem hefur einmitt
látið þetta nýja félag og stefnu þess manna
mest til sfn taka og lýst yfir því í heyranda
hljóði, að hann telji sig eins konar andleg-
an ábyrgðarmann hinna ungu manna, sem
hér eru að verki, jafnframt því að hann
liefur tekizt á hendur að leggja þeim lífs-
reglumar í tveim ræðum höldnum í Lista-
mannaklúbhnum. í fyrri ræðunni, sem áður
er á minnzt, skilgreinir hann félagsskapn-
um markmið og kjörorð: „Nokkurs konar
víkkun á heyrn manna“ og „Til baka til
náttúrunnar og frumhvatanna!", en í þeirri
síðari (Vísir 6. maí 1960), sem flutt var
beinlínis í tilefni fyrri tónleikanna í Fram-
sóknarhúsinu og er að nokkrum hluta dóm-
ur um þá, gefur hann hinum ungu tónskáld-
um þann ótvíræða vitnisburð, að þau séu í
aðalatriðum á réttri leið, jafnframt því er
hann boðar þá trú og brýnir fyrir þeim, að
öll sú tónsmíðatækni, er verið hafði að þró-
ast allt fram til þess, er nýtízkan kemur til
sögunnar, sé úrelt orðin og gertæmd að
möguleikum listsköpunar. Um öll þessi at-
riði og mörg fleiri er ég Jóni algerlega
ósammála og tel raunar, að með þessari
heyrnarvíkkunar- og frumhvatakenningu
sinni, uppstillingu elektrónskunnar sem há-
marks nútíma tónlistarþróunar og öðru
fleira, sem fram kemur í fyrrgreindum ræð-
um hans, sé hann einmitt, að vísu óviljandi,
að afvegaleiða hina ungu menn, þar sem
hann telur sig vera að leiðbeina þeim. Mun
ég leiða rök að þessu í athugunum þeim,
sem hér fara á eftir.
2. Nýstárleg tónlist
En þar sem aðaltilefni þessarar greinar
eru áðurnefndir tvennir tónleikar, sem
gagnrýnendur hafa verið svo feimnir við að
minnast á, eða öllu heldur það tímanna
tákn, sem þessi tónlistarflutningur virðist
vera, verður víst ekki hjá því komizt, áður
en lengra er haldið, að herða nú upp hug-
ann og drepa stuttlega á tónverkin, sem þar
voru til áheyrnar, til þess að eftirfarandi
hugleiðingar megi birtast í réttu ljósi þessa
tilefnis, ef svo mætti að orði komast.
Eins og skilja hefur mátt af því, sem áð-
ur segir, var þama á ferðinni tónlist, sem
bar á sér öll einkenni nýtízkunnar, eins og
hún hefur svæsnust orðið á hinum síðari
tímum í eltingarleik sínum við auðkeyptar
áhrifabrellur.
Lítum til dæmis á upphafsatriði fyrri
tónleikanna, þrjú sönglög eftir Jón Ásgeirs-
son, sem hefur þó sýnt hæfileika til tón-
smíða. Hví var laglínan þama svona ósönn
og óeðlileg? Skyldi ekki ástæðan vera sú,
að höfundur vildi vera nýtízkur fyrir hvern
mun og hvað sem tautaði?
Þeir Leifur Þórarinsson og Fjölnir Stef-
392