Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 138
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR menntasögunnar eru handrit verkanna og verkin sjálf. Sagan af Ormi Barreyjarskáldi er týnd og tröllum gefin fyrir ævalöngu, og Sigur'ður Nordal telur jafnvel vafasamt, að hún hafi nokkru sinni verið skrásett, en Hrómundarsaga Gripssonar segir hann, að hafi varla verið færð í letur fyrr en á 14. öld (t. v. r. 229). Texti fyrstu íslenzku skáldsögunnar veitir okkur því enga vitn- eskju um það, hvenær hún var á bækur færð. Hin ríkjandi kenning, að sögur hafi ver- ið sagðar, en ekki lesnar, í Reykhólabrúð- kaupinu, hvflir á þeim staðreyndum, að engin handrit fornaldarsagna eru til vís- lega eldri en 1300 og í frásögninni af brúð- kaupinu segir skýrum orðum, að sögurnar hafi verið sagðar, en ekki sagt, að þær hafi verið lesnar. I málfræðiritgerð, sem flestir telja samda um 1150 (Turville-Petre 1170 —1180), segir, að nú tíðkist hér á landi að lesa og skrifa, og greinir höfundur, að menn færi hér í letur: lög (hluti þjóðveldislag- anna var skráður veturinn 1117—1118), áttvísi (ættartölur e. t. v. með einhverjum klausum um ævir einstakra manna), þýð- ingar helgar (þ. á. m. heilagra manna sög- iir) og „en spaklegu fræði, es Ari Þorgils- son hefur á bækur sett af skynsamlegu viti“. Um eða eftir miðja 12. öld virðist höfundi málfræðiritgerðarinnar ókunnugt með öllu, að fslendingar hafi skrásett sögur. Þegar Hungurvaka, saga Skálholtsbiskupa, er samin um eða laust eftir 1200, segir höf- undur hennar, að á norrænu séu rituð lög, sögur og mannfræði. Miðaldahöfundar voni sjaldan mjög nákvæmir í framsetningu, þess vegna ber að draga varlega ályktanir af neikvæðum upplýsingum þeirra. Höf- undur Ifungurvöku er kirkjunnar maður, en hann gleymir að geta um allt það guðs- orð, sem hafði verið þýtt og samið á nor- rænu fyrir daga hans. Á sama hátt er hugs- anlegt, að höfundur málfræðiritgerðarinnar hafi ekki skeytt því að minnast á lygisögur í upptalningu sinni. Vafalítið hefur honum þótt lítið til þeirra bókmennta koma, jafn- vel verið í nöp við þær. Vitnisburður þess- ara manna um tegundir ritaðs máls eða bókmennta á íslandi er því alls ekki algild- ur og óyggjandi. Hins vegar eru það mjög hæpin vinnubrögð að geta þessara atriða að engu í riti um sagnaskemmtun íslend- inga, einkum þegar það fjallar talsvert um upphaf sagnaritunar. Gegn rökum þeirra, sem telja að söguritun á íslandi hafi ekki hafizt að marki fyrr en seint á 12. öld, teflir Hermann einkum fram fullyrðingum um eðli og lögmál ritaðra sagna og munn- legrar sagnalistar, en þær eru fremur létt- vægar, af því að hann gerir litla grein fyrir þeirri eðlisfræði og lögmálaskrám. Her- mann er margfróður um menningarsögu og bókmenntir þjóða, en í þeim fræðum munu finnast dæmi þess, að menn sömdu eða settu saman sögur, þótt þeir færðu þær ekki í letur. Af slíkum hliðstæðum verður þó ekkert fullyrt um vinnubrögð fyrsta íslenzka sagnaskáldsins, en Hrólfi frá Skálmarnesi ber tvímælalaust sá heiðurstitill. Helztu fræðimenn íslenzkrar bókmenntasögu full- yrða, að Ilrólfur hafi sagt sögu sína bókar- laust og söguritun hefjist ekki hér á landi fyrr en nokkru eftir daga hans eða eftir miðja 12. öld, og þeir grundvalla þá skoð- un sína á ákveðnum rökum. Hermann full- yrðir hins vegar, að Hrólfur hafi lesið af bók, og kippir þar með ritöld íslenzkra sagna fram til ársins 1119, en því miður ger- ir hann litla tilraun til þess að hnekkja rök- um bókmenntafræðinganna okkar. Kenning Ilermanns verður sennilega aldrei sönnuð beinum rökum, því að ólíklegt er, að forn- aldarsagna-handrit frá 12. öld eigi eftir að koma í dagsljósið. Hins vegar bendir sumt til þess, að kenningar bókmenntafræðing- anna um upphaf íslenzkrar sagnaritunar hvíli ekki á jafntraustum grunni og þeir ef 408
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.