Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 4
Tímarit Máls og menningar
af staS byltingu. Aðeins eitt er víst: bylting getur }>ví aðeins tekizt að verkalýðurinn
sem er meginhluti þjóðarinnar ijái henni iiðsinni." Við þetta mætti kannski bæta því að
hvergi fremur en í Bandaríkjunum mundi sú kenning eiga við, að bylting fer ekki
troðnar slóðir. Bandarísk bylting mundi ekki fylgja neinu sögulegu fordæmi.
Án efa mun líða langur tími þar til meirihluti bandarísks verkalýðs, sem í mörg ár
hefur verið taminn til „samvinnu" af gervi-lýðstjórum í nánum tengslum við stjórnvöld
og lögreglu, gengttr í lið með bandarískri byltingu. Hinsvegar er ljóst að stjórnmála-
ástandið í Bandaríkjunum verður nú áhyggjuefni æ fleiri Bandaríkjamanna með hverjum
deginum sem líður. Bandaríkin eru á góðri leið með að verða mesta ofbeldisríki þessarar
aldar, á alþjóðavettvangi, og eins og C. Wright Mills sýndi fram á er ofbeldið rótgróin
stjórnmálaaðferð í Bandaríkjunum — friðarást þeirra er aðeins vesturheimsk þjóðsaga.
Von heimsins hlýtur að vera sú að nægilegur fjöidi bandarískra manna komist að raun
um nauðsyn þess að uppræta orsakir liinnar alþjóðlegu glæpastarfsemi bandarískra
stjórnenda, en láti sér ekki nægja að reyna að milda glæpina. Það mun að vísu taka
iangan tíma og harða haráttu. En nokkur líkindi virðast vera til þess að stormur hins
nýja tíma sé í aðsigi í Ameríku, ekki aðeins í suðurhluta álfunnar heldur einnig í
Norður-Ameríku.
Ef bandarískir svertingjar verða til þess að hrinda af stað þeirri hreyfingu sem megn-
aði að vekja dulið afl bandarískrar alþýðu, þá yrði það ekki nema staðfesting þess að
„hinir síðustu verða fyrstir". Enginn þarí að verða hissa á því þó að bandarísk borgara-
stétt muni neita því að svertingjarnir geti verið byltingarmenn. Það mun einmitt verða
gengið á það lagið að staðhæfa að þeir séu ekki „raunverulegir" byltingarmenn. Og
raunar þarf menn ekki heldur að undra þó að þeir fremdu rnörg og mikil glappaskot
í byrjun. Enginn byltingarflokkur hefur nokkrusinni orðið sigursæll án dýrkeypts reynslu-
tímabils. En urn öll lönd jarðarinnar nntnu þeir eiga bandamenn.
S. D.
98