Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 7
undrazt og fyllzt þakklæti, og ég hefði viljað hrópa oftar en ég hef gert til þeirra sem á mig hefðu viljað hlusta: nei, sjá hve þetta er fagurt. Eitt af þeim ljóðskáldum sem ég hef fagnað og oft verið þakklátur er Jón Óskar. Hann kom með eitthvað sem snart mann, eitthvað þýtt og ómfag- urt sem smaug í gegnum háreystina, svo að hún hljóðnaði fyrir þessum einfalda tóni. Og í hópi hinna ungu varð hann einn af þeim sem stóð hug mínum næst, og ég hef unnað sögum hans og ljóðum, og þau hafa fylgt mér og gera það, eins og fegurðin og vonin hljóta alltaf að gera. Fyrstu ljóð Jóns eru frá því um 1940 er hann var tvítugur, eða sama árið og ísland var hernumið. Yfir skálda- ferli hans frá fyrstu tíð grúfir nótt hernámsins, það er sú nótt sem hann ber á herðum sér. En skáldið er eins og jörðin. Þegar veturinn leggst að þá hlúir hún að fræinu í moldinni, og þegar nóttin er fallin á breiðir hún döggina yfir sig svo að hún breytist í glitrandi perlur í sólarljós- inu að morgni, og eins munu Ijóð Jóns Óskars bera fegurð sína þegar nótt hernámsins léttir af íslandi og sólin fer aftur að skína yfir þjóðina. Þessi Ijóðabók hans, Söngur í næsta húsi, ber marga beztu kosti hinna fyrri: milda seiðfagra tóna, trú á ljóðið, land og þjóð, blandna sárs- auka en lýsandi. Þó væri höfundi gert rangt til að meta hann eftir þessari Islenzlc Ijóðagerð 1966 bók einni. Það kennir þar hjá honum alltof mikillar tilslökunar við sjálfan sig, sem er hvorki tímabær né eðli- leg, og í sumum kvæðunum einhvers- konar gremju sem veikir þau og lýtir, í stað þess að gera allar kröfur til sjálfs sín og láta vængi sína blika á háu flugi. Alltof víða eru lausleg tök á efni og formi. En í beztu kvæðum sínum í þessari bók vinnur hann nýja sigra: I útlendri borg er hann í góðri samfylgd með þeim íslenzku skáld- um erlendis er fegurst hafa kveðið um draum-mey sína heima. Um leið og Jón dregur þar upp skarpar lík- ingar slær hann tón sem honum er einum laginn þegar hann á sinar beztu stundir. Sum kvæðin eru eins og lítil hnotskurn: Líf bregður í fá- um táknum upp leiftrandi mynd. Gömul sögn sýnir hvernig orð og hljómar og fornir hættir geta leikið skáldinu á tungu, hann brýtur þá upp að geðþótta, lætur stuðla og hend- ingar klingja með nýjum brag í lit- ríkum hljómvefnaði. Landslag spegl- ar í einfaldri mynd andstæður sem víkja ekki úr huga skáldsins: myndir bernskunnar — stríðsvélar nútímans. Tónlistarmaðurinn og skáldið í einni persónu segja til sín með yndisleg- um hætti í kvæðinu Á meSan þetta land: á meðan ennþá finnast mildir armar og angan vors og hljómar glaðra söngva á meffan þetta land er sveipað draumum þá brosi ég við lands míns gráu þögn. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.