Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 8
Tímarit Máls og menningar
Mannheimar eftir Heiðrek Guð-
mundsson. Þeir bræður Þóroddur og
Heiðrekur Guðmundsson eru í hópi
hinna fáu sem enn bera hátt á loft
merki þjóðlegrar erfðavenju í skáld-
skap. Ég minnist þess er ég fyrir
nokkrum árum fékk í hendur bók
Þórodds, Sólmánuð, hve fagnandi ég
varð að heyra í hinni fornu hörpu ís-
lands, þúsund ára strengjum; það
var eins og vera kominn heim á
æskustöðvar ljóðsins og finna þar
ilminn úr lyngi og grasi. Þó syngur
ekkert kvæði þeirrar bókar eins ljúf-
lega í eyrum og hið hljómfagra Ég
heyrði hörpuslátt, og finnst mér það
síðan einhver fegursti lofsöngur á ís-
lenzka tungu, þar sem þetta er upp-
hafserindið:
auðvelt að skilgreina. Það er eins og
fylgi þessum bragarmálum ekki að-
eins ilmur úr jörðu og bergmál langr-
ar sögu, heldur og ákveðið hjartalag,
hugareinlægni, og ástin á landinu sé
inngróin myndum málsins, hreimi og
hljóðfalli orðanna. Þessa erfðakosti
eiga ljóð Heiðreks, einkum þau sem
sprottin eru upp af minningum úr
sveitinni eða gefa iýsingar þaðan.
Haustmorgunn, Aning, Skammdegis-
kvöld, Niður heiðina, Hóllinn, Sum-
arkvöld á engi, Maímorgunn eru öll
af þessu tagi. Efni og málfar, svo
þaulæft, eiga samhljóm, kenndin svo
næm fyrir hverju einu í náttúrunni,
lífi manns og jurtar, með ljúfsárar
minningar „svo vötn ég heyri niða
frá þeim rnorgni".
Ég heyrði hörpuslátt,
fann heitan andardrátt
í hríð á dimmu kveldi.
Af sólþrá sungið var,
og sáran trega bar
mörg rödd hjá rauðum eldi,
sem enduryljar þó
þá ást, sem löngum bjó
við frost og vetrarveldi.
Líkt þessu er um ljóð Heiðreks: þau
eiga allan sinn uppruna í bókmennta-
hefðinni gömlu. Þar á ég ekki ein-
göngu við stuðlasetningu, hætti, rím
og hrynjandi, sem allt er með nokkr-
um fj ölbreytileik og sum kvæðin ó-
rímuð, heldur við yrkisaðferðina
alla, einnig að nokkru leyti efnisval,
og reyndar miklu fleira og sumt ekki
í svefni grúfir bær við brekkufót.
— Þar bíður ljúfan mín í draumaheimi.
Og stíginn sker ég þvert á fleygiferð,
því farið er að rjúka á bænum hennar.
Helgitákn sveitarinnar lifna fyrir
augum: lyngið, döggin, grasið, eldur
í helluhlóð, Ijós á langri vöku:
Ég man hvem lítinn, ljósan þúfnakoll
og lindaraugu blá.
Myndirnar ber fyrir hverja af ann-
arri með lýsingum á náttúrunni,
dregnar alúðlegri gaumgæfni, allar á
sama feldi, eins og þetta erindi
Haustmorguns:
102