Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 15
II Ljóðlistin er sú bókmenntagrein á Islandi sem staðið hefur af sér öll veður. Hún hófst með háu flugi, sýn um heim allan, ávarpi til guða og manna, miklum spekimálum með á- herzlu á orðstír og vizku, djúpri skyggni á mannleg örlög, tilfinning- um svo sterkum að hrærðu hugann til grunna. En jöfnum höndum var hún íþrótt málsnilldar, reglubund- inna stuðla, ríms og hrynjandi hátta. Og þegar eldar þjóðlífsins kulnuðu og ísa lagði að brjóstinu hélt sú í- þrótt tungunni lifandi og glæðum hjartans vakandi, og svo djúpar voru lindirnar að þær kölluðu út úr bitr- asta frostinu á jafnvel heitasta skáld- ið „er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng“, og lagði ljósbrú yfir myrkurdjúp aldanna. Og enn síðar bar ljóðlistin á nýjum vængjum gleði og vonir, frelsi og bjartar sýnir inn yfir landið og æ hærra voru strengirnir slegnir til þess dags er við lifum. Mjög með nýjum hætti í sögunni hefur íslenzk ljóðagerð hin síðari ár fengið á sig hörð veður, og því sæk- ir á sú spurning: stenzt hún þau sem áður, eða er hún í fyrsta sinn í háska að glata einkennum sínum? Ljóst er að hún hefur aldrei lent í þvílíkri raun. Margar spurningar eru uppi: Er hið óbundna mál að fara með sig- ur af hólmi? Þrengja aðrar listgrein- ar kosti hennar, svo að hún hafi eigi íslenzk Ijóðagerð 1966 framar sama hlutverk og áður? Aðr- ar spurningar ganga lengra: Er loks verið að höggva um þvert þúsund ára streng íslenzkrar ljóðhefðar? Er ljóðagerðin að einangra sig frá þjóð- inni, slíta tengslin við samfélagslegan veruleika og þar með dýpstu rætur sínar. Eða er allur þessi ótti ástæðu- laus? Er nokkur eftirsjá að stirðn- aðri ljóðhefð? Kemur ekki ljóðlistin liert og skírð úr deiglunni? Eða hef- ur hún ekki verið að lifa nýtt blóma- skeið samkvæmt ætlun ungra skálda? Þessar spurningar eru ekki nýjar af nálinni, og það skal tekið fram að ljóðabækurnar sem litið var í hér að framan gefa ekki sérstakt tilefni til þeirra. Þessum spurningum verður ekki heldur reynt að svara hér, til þess þyrfti víðtæka rannsókn á ljóða- gerð síðustu áratuga, og væri efni í heil rit og yrði að taka erlenda þró- un til samanburðar, en ég taldi rétt að bregða þeim á loft og hafa þær til hliðsjónar þeim hugleiðingum sem hér fara á eftir. Vera kann þá líka að aðrir gefi sig fram til að taka Ijóð- listina til fræðilegrar íhugunar. Oftast þegar deilt hefur verið um ljóðagerð á síðari árum hefur í- kveikjan verið hinar nýju formtil- raunir sem gerðar hafa verið, þar sem ekki aðeins flest ung skáld held- ur mörg hinna eldri hafa viljað leysa ljóðið úr böndum og gera það frjálst með nýju tízkusniði. En þessar form- nýjungar eru auðvitað ekki annað en 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.