Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 28
Tímarit Máls og menningar indum og tækni eru spegilmynd þess- ara átaka. Þeir sem ekki sjá þróunina í þessu ljósi verða blindir á allt ann- að, líka á það hvernig Ijóð skuli yrkja, hugtök þeirra verða á ein- hvern hátt brengluð, en þó örlagarík- ast að þeir geta varla fundið hjá sér hvöt til að breyta veruleikanum, því að þeir eiga þá ekki framtíðarsýn, hugsun þeirra ekki vær.gi draumsins, auk þess sem spenna heimssögulegra andstæðna, sjálft inntak tímanna, hverfur úr verkum þeirra. Eða hvern- ig ætti skáld að geta ort nema sjá sig og heiminn og þjóð sína og atburði líðandi stundar í ljósi verðandinnar, hinnar sögulegu atburðarásar, því að hvað er að vera skapandi, ef ekki að sjá hvert stefnir og skynja það sem á knýr, það sem er að verða og þarf að verða, og gera verkið í Ijósi þess skilnings og þeirrar ætlunar? Sumir trúa á blindnina, á það að þreifa fyr- ir sér í myrkri, að láta hulda strauma bera sig, tilvilj anir einar ráða eða gera tilraunir út í bláinn, trúa á að láta höndina eina um verkið án þess að andinn eða hugsunin stjórni henni. En hvað eru slík blindingsverk annað en uppgjöf mannsins fyrir sjálfum sér, undanbrögð frá því að horfast í augu við tímana, skilja lög- mál þeirra og ná tökum á þeim? Og það liggur ekki í eðli mannsins að gef- ast upp eða vilja ganga í blindni. Aug- að og vitið eru sköpunarverk árþús- unda. Það hefur verið háttur manns- ins frá upphafi vega jafnt í listum sem tækni að ná stjórn á hinum ó- ræðu öflum, og hversu sterk sem þau eru í náttúrunni og þjóðfélaginu ætti að mega viðurkenna kosti þess að hafa ljós á veginum og geta séð í þró- uninni samtímis hið óræða eða ó- kannaða en jafnframt möguleika mannsins, einnig ótakmarkaða, til að leiða hlutina í ljós, öðlast þekkingu, ná valdi á þróunaröflunum, gefa nátt- úrunni og þj óðfélagsveruleikanum mannlegt inntak og samfélagslegt markmið, ráða sjálfur örlögum sín- um og þjóðfélagsháttum, verða höf- undur sögu sinnar, gefa sjálfur líf- inu tilgang. Að sjá manninn í þessu sögulega ljósi, eins og marxisminn felur í sér, er ekki annað en hafa nauðsynlega birtu í kringum sig til að sjá stöðu sína sem einstaklings í heiminum og finna mátt sinn og æðaslög samtíðarinnar í brjóstinu, og er mikil fásinna, ekki sízt skáld- um, að amast við þjóðfélagslegum sjónarmiðum og hefnir sin á þeim sjálfum í verkum þeirra. Mig langar ekki til að gera hlutina einfaldari en þeir eru, veit að afstaðan til þjóðfé- lagsins hlýtur að vera margbreytileg og ýmsum skilyrðum bundin, en skilningur á samfélagsþróuninni og þátttaka í henni er undirstöðuatriði til að vera frjór og skapandi lista- maður. Hafi skáldin ekki áhuga á mannlegu samfélagi leiðir af sjálfu sér að samfélagið finnur holhljóminn 122
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.