Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 39
A Halýsbökkum Nokkrum kvöldum síðar situr förumaður í gistihúsi í Sívas og hlustar á segulbönd sín; þá stendur fyrr en varir gapafenginn strákur votútslegur í dyr- um, spyr flumúsa hvort ég sé sá útlenzkur maður sem sitji á þingum við Sirkassa hér nærsveitis og leggi stund á mál þeirra. Ég anza heldur seint og önuglega, svara þó að svo sé. Strákur segist þá vera frá lögreglu staðarins til þess að banna mér að samneyta þessu fólki, en þó einkanlega að leggja eyrun við málfari þess. Ég bið fólann aldrei þrífast, kvað það seint mundu verða sið grammaticorum að gegna pólitíum, læt hann út. Um morguninn eftir sit ég í matsal gistihússins og bíð eftir aðstoðarmanni mínum, skólapilti úr héraðinu. Þá veður inn snöfurlegur maður ábúðarmik- ill; hann hefur túlk með sér til hægri vika. Hann ítrekar enn að leynilög- regla tyrkneska ríkisins banni mér allt samneyti við Sirkassa sem hann kall- ar svo; segir mér síðan að fylgja sér. Leynilögregla ríkisins er sambýlingur amtmanns, er annar til húsa á neðstu hæð, annar uppi á lofti. Mér er fyrst vísað inn í stórt herbergi; þar eru fyrir nokkrir dólgslegir briljantíngæjar, hanga sumir ofan í hendurnar á sér jórtr- andi, sumir liggja með lappirnar uppi á borði lesandi í lituðum myndablöð- um, kókakólaflaska hjá, sígarettan lafandi í munnvikinu; það dylst engum hver hér er fyrir skólahaldi. Uti við dyr sitja tveir bændur á trébekk fjötraðir saman, þrír hermenn með alvæpni standa yfir þeim. Ég kannast nú óðara við einn af innanhússmönnum; fyrir fám kvöldum hafði ég setið hjá nokkrum kunningjum mínum á veitingahúsi; ég sé þá ekki betur en maður nokkur heldur heimlæðulegur sé að pota sér og reyni að koma sér þar fyrir sem hann geti heyrt á tal okkar; félaga mína setti heldur nljóða, en mér, einfeldningnum, datt ekki annað í hug en þetta væri vanaleg tyrknesk sveitamennska og forvitni. Nú situr skálkurinn hér. Eftir drykklanga stund er mér bent að koma inn í annað herbergi. Þar sit- ur maður við borð, fyrirliði í leynilögreglunni, ekki ólíkur íslenzkum ráð- herra í vexti, digur og sigalegur, bollar á hverjum hnúa, bolurinn allur und- inn og knýttur, upplitið lómslegt; hann skýtur yggldum augum og rýtir fólsku- lega þegar ég býð góðan dag. Ég beiðist nú skýringa á tiltekjum lögreglunnar; segist vera hingað kom- mn með meðmælum sendiherra landsins hjá ríkisstjórn minni, utanríkismála- ráðuneytið í Ankýru hafi greitt götu mína á allar lundir og amtmaður hér- aðsins verið mér til hjástoðar í hvívetna. Hefði mig sízt grunað að yfirvöld þessarar kurteisu þjóðar byðu fólki til sín, en létu síðan handtaka það fyrir þá sök eina að tala við landsmenn. 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.