Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 52
Björn Bjarman
Við sundið
Já, auðvitað ertu sonur Skúla fógeta, Hannes minn.
Og kemur í kvöld, tuldrar Hannes.
Já, já hann sendi þig hér yfir sundið og kemur og sækir þig aftur i kvöld.
Hannes vafrar í burtu, dálítið reikull í spori með höfuðið niðrí bringu.
Hann er einn af þessum einstöku staðarmönnum, sem gæddur er yfirburðar-
þolinmæði, og hefur nú beðið í rúm þrjátíu ár eftir að Skúli fógeti faðir
hans brygði sér yfir sundið og sækti hann.
Það er fallegt hérna á staðnum, eiginlega allt fallegt nema nafnið, en það
má ekki nefna. Þegar sólin baðar sundið, fjöllin, eyjuna og stóra húsið, og
ég sit hér undir hamrinum og hlusta á álfana bjástra fyrir innan, þá er óþarfi
að kvarta.
Alfarnir eru merkisfólk og ég tala stundum við þá. Utanstaðarfólk heldur,
að ég sé eitthvað skrýtinn, þegar ég tala við álfana, vini mína. Þeir segja
mér ýmislegt ókomið og kenna mér að þekkja á utanstaðarfólk. Eg er eini
staðarmaðurinn, sem hef samband við álfana, einn hafði heyrt í þeim á
undan mér, en hann er nú horfinn út í eterinn.
Ég veit ekki, hvað ég hef verið lengi hér, kannske bara nokkur ár eða
nokkrar aldir, það skiptir svo sem ekki miklu máli, en ég hlæ með sjálfum
mér, þegar ég heyri að einhverjir utanstaðarmenn út í heimi eru að reyna
að komast til tunglsins. Það eru mörg ár síðan ég tók upp daglegar ferðir
þangað og er ekkert að hæla mér af. Ég skrepp þangað uppeftir áður en
hvíta fylkingin kemur á stofurnar á morgnana. Tunglfólkið er líkt staðar-
fólkinu hér nema það hefur enga hvíta fylkingu.
Ég hugsa afskaplega mikið og skrifa stundum, eiginlega get ég alltaf skrif-
að nema þegar losnar í mér heilinn. Það losna nefnilega stundum festing-
arnar á heilanum, þegar utanstaðarfólk ryðst hingað inn og hellir sér yfir
mann með alls konar kjánaskap. Það er fjarska erfitt að þurfa að horfa
upp á fólk, sem hefur enga strauma og kann ekki einfalt mors og þegar um-
burðarlyndi mínu er ofgert þá losnar heilinn og ég get ekki skrifað, varla
146