Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 53
Við sundið hugsað. Þetta skilur ekki utanstaðarfólk, en aftur á móti skilur hann Hannes þetta, þó hann hafi ekki litið upp í þrjátiu ár og varla sagt nema tvær eða í hæsta lagi þrjár setningar í jafn mörg ár. Raunar ætti að banna utanstaðar- fólki aðgang hingað. Sigga mín, maður á ekki að tala svona hátt, þegar maður talar til al- heimsins. Sigga er komin á klettinn til mín að halda ræðuna sína. Hún gerir það á hverjum degi, þegar sólin skín. Sigga er í einhverri ósátt við sólina og skammar mannkindina fyrir að setja hana á himininn. A kvöldin og næturnar, þegar ég er kominn uppí og hvíta fylkingin heldur ég sé sofandi, þá morsa ég út í eterinn til annarra stjarna og jafnvel alla leið á önnur sólkerfi. Ég er fyrir langa löngu hættur að þurfa að sofa, það er bara tímaeyðsla og ég geymi morsarann minn í ofurlitlum vasa, sem ég bjó til inn í rúmdýnunni. Hvíta fylkingin skilur lítið í æðri vísindum, og þó hitti ég hér á dögunuin menntaskólapilt, sem máske mætti segja örlítið til í straumafræði og andaflutningi. Ég fann upp andaflutninginn um sama leyti og ég sannaði að afstæðis- kenningin væri helber misskilningur eða öllu heldur eins konar truflun á heilavessum, sem utanstaðarfólk er svo sjúkt af. Það var raunalegt að fara með strætisvagninum niðrí þéttbýlið. Utan- staðarfólkið er aldeilis hringavitlaust. Þarna snýst það, hleypur, æðir áfram, allir að flýta sér og enginn veit af hverju, allt í ringulreið, hávaði og gaura- gangur. Ég vorkenndi þessu aumingja utanstaðarfólki og þorði ekki út úr vagninum. Alfarnir hér í klettinum segja, að „sprengjan“ hafi brjálað utanstaðar- fólkið og ekkert geti bjargað því nema það geti komizt í samband við fólkið á Marz. Marzfólkið hefur nefnilega fundið ráð til að koma „sprengjunni“ fyrir kattarnef. „Sprengjan“ er eitthvað óskaplegt, sem utanstaðarmenn í útlandinu hafa fundið upp til að drepa hverjir aðra með. Ég hugsa eiginlega aldrei um „sprengjuna“, þori það varla eða að minnsta kosti vil það ekki, og raunar þarf þess ekki, því við hér á staðnum erum bólusett gegn „sprengj- unni“ einu sinni á ári. Ég er skotinn í einni stelpunni í hvítu fylkingunni, og stundum verð ég einsog smástrákur, þegar ég sé hana veifandi litla brekkurassinum og finn ilminn af smáblómunum tveimur, sem hún er með framan á sér og þá lang- ar mig til ... þó mig langi til, þá geri ég ekkert, því hér á staðnum höfum við svo mikinn siðferðisþroska og kunnum að hemja girndina. Girndin verð- 147
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.