Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 74
Tímari' Máls og menningar
inni hlutlægni vera markverðasti á-
vöxtur trúverðugleikaviðleitninnar,
sem ég hef hér sett á oddinn. Því hér
er um að ræða frelsi áhorfandans
ekki síður en frelsi verksins. Ahorf-
andinn stendur frjálsari frammi fyrir
verki sem fremur höfðar til skynjun-
ar hans en skilnings eins og þegar er
margsagt og þannig losnar hann við
að láta melta efnið fyrir sig áður en
það er framreitt. Verkið er frjálsara,
því undir áhrifum frá sjónvarpinu
(sem þegar bezt lætur færir okkur at-
burðina um leið og þeir gerast) hef-
ur því lærzt að opna sig fyrir við-
burðinum sem slíkum í stað þess að
vera mótað líkt og óhagganleg loka-
niðurstaða heilahrota.
Berum við nú slík augnablik lif-
andi veruleika og áhrif þeirra, þenn-
an trúverðugleikatón, saman við
„kvikmyndir gömlu mannanna“ með
sín úreltu bellibrögð og fúnu leik-
flækjuvefi þá verða slík verk næsta ó-
þolandi og viðbjóðsleg. Svo enn sé á
því hamrað: sönn vinnubrögð skapa
sanna tilfinningu en siðferðileg und-
anbrögð virðast órjúfanlega tengd á-
þreifanlegum undanbrögðum. Mark-
mið þessarár greinar er raunar ekki
prédikun svo við getum látið okkur
nægja þá fullyrðingu að trúverðug-
leiki gagnvart viðfangsefninu sé óað-
skiljanlegur frá trúverðugum vinnu-
brögðum, að tjáning sannra tilfinn-
inga sé óaðskiljanleg frá sannri svið-
setningu og síðast en ekki sízt líkt og
Jacques Rivette orðar það erstíllfyrst
og fremst siðferðilegt spursmál.
Þessa trúverðugleikaumhyggju
sprottna af sannleiksást má hvarvetna
finna í ástalífslýsingum yngri kvik-
myndahöfunda: þeim hefur verið
borin á brýn dirfska, hlygðunarleysi
og hunzka en þá vill það gleymast að
slíkur er einmitt háttur þeirra á því
að mótmæla hefðbundinni falsmynd
ástarinnar eins og hún birtist í horg-
aralegu leikhúsi og eins hitt að með
því að hefja holdlega hlið ástalifsins
til vegs eru þeir aðeins að lofsyngja
einfalt og fyllilega heilbrigt siðferði.
Eins og fyrr er sagt verða „kvik-
myndir gömlu mannanna" gjörsam-
lega óhærilegar frannni fyrir þessum
myndum: berið saman Trois cham-
bres á Manhaítan og Cerný Petr.
Mynd Formans geislar af sannleika,
heilhrigði, æsku og hæversku en mynd
Carnés er ekki annað en bellibrögð á
bellibrögð ofan, samsafn ellihrumra
vinnuaðferða, ryk af gömlum innan-
stokksmunum úr búlevarðleikhúsinu.
Sjálf tækni þessara mynda, hvorrar
um sig, varpar skæru Ijósi á höfund-
inn og opinberar svo ekki verður um
villzt heimsskoðun hans. Carné
þrjóskast við og vinnur áfram í kvik-
myndaverinu, lætur byggja þar upp
stælingu á götuhorni í New York og
vínbar, sem verður ekki annað en
æpandi fölsun þrátt fyrir ágæta hæfi-
leika leiktjaldasmiðsins því andrúms-
loftið, það lifandi líf er víðs fjarri:
168