Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 78
Tímarit Máls og menningar hvolft lilýtur þróun kvikmynda að taka mið af þróun annara listgreina og verða í fyllsta samræmi við gjör- breytta þekkingu okkar á veröldinni og nýjan skilning á henni. Vel að merkj a rýrir þessi þróun nútímakvik- myndarinnar í engu gildi eldri meist- araverka þótt hún kveði upp sinn dauðadóm yfir vissri kvikmynda- gerð, sem lætur sér lynda oftúlkun og afdankaðar vinnuaðferðir ásamt smekk sem mann hlýtur að velgja við. Vitaskuld heldur þessi kvik- myndagerð sínum áhorfendahópi og efnaleg framtíð slíkrar framleiðslu er síður en svo í neinni hættu; en sið- ferðilega og listrænt er hún dauða- dæmd. Með þessu er ekki verið að halda því fram að „nýbylgjan“ hjóði ekki upp á annað en lýtalausa vöru með stimpil ódauðleikans á enninu, forðast ber fljótfærnislegar alhæf- ingar og svo hitt að gera mér upp orð sem ég aldrei hef sagt. Því trú- verðugleiki þarf ekki endilega að vera sama og sannleiki jafnvel þótt þessi orð séu yfirleitt þýdd hvort með öðru — þessi einkennilega staðreynd er einmitt kjarni þeirrar gagnrýni, sem ráðizt hefur á cinéma vérité og kallað það kvikmyndun lyginnar fcinéma mensonge). Kvikmyndin nýja er í nánum tengslum við heim nútímans: það er annað og meira en einber tilviljun að hvarvetna — einkum þó og sérí- lagi í sósíalísku löndunum — ryður hún sér braut samhliða félagslegri og siðferðilegri vakningu eða upp- gjöri við úrelta hannhelgi. Samvizku- spursmál kvikmyndarinnar nýju leiða höfundana til skilnings, sem oft- lega jaðrar við efahyggju eða jafn- vel hunzku, en að öðru jöfnu er af- stæður. Því þetta er kvikmyndagerð andartaksins, skyndihrifanna og trúir á myndræna og sálfræðilega ná- kvæmni; þessari kvikmyndagerð er ekki umhugað um það að hafa ein- hverja merkingu í krafti rökræðna, sem leitt gætu til sannanlegs siðferðis- boðskapar, aftur á móti vill hún bera vott hugsunarhætti og fegurðarskyni með því móti að vera heimild, merk- ing verður ekki dregin af öðru en heild verksins vegna þess að heimild- argildið er stefnuskráratriði og mæli- stika trúverðugrar sýnar höfundar- ins: Pierrot le jou og Cerný Petr eru hcimildir um æskulýðinn og lifsaf- stöðu hans öðru fremur. Ohjákvæmilega hljótum við að hafna í spurningunni um innihald, sem vissulega er viðfangsefni útaf fyrir sig. Þó ég hafi hér að mestu leitl þá hlið málanna hjá mér langar mig þó að segja þetta: Nú er hugs- anagangur yngri kvikmyndahöfunda vissulega afstæður en engan vegin þó endilega bundinn díalektískum lífsskilningi, oftlega er hann jafnvel ekki annað en andleg ringulreið. í hugleiðingu Pasolinis, sem fyrr var til vitnað leggur hann — sem marx- 172
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.