Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 81
sem virðast ósönn og úr sér gengin. Heim- ur nútímans er óskapnaður, og módern- ismahöfundur ætlar sér ekki þá dul að koma á hann nokkru lagi. Hann hefur ekk- ert hugmyndakerfi á takteinum honum til bjargar, í mesta lagi löngun til að hasla sjálfum sér einhvern völl. Og hann gerir sér enga von imi að spanna þennan fjar- stæða veruleika með list sinni, aðeins að spegla brot af því brotna og jafnvel ekki einusinni það. Að sjálfsögðu hefur módernismanum verið álasað fyrir að vera óskýr og nei- kvæður. En það neikvæða og niðurrífandi í nýtízku list er ef vel er að gáð afleiðing jákvæðrar tilraunar til að móta listræna tjáningu sem tímanum hæfi, og um óskýr- leikann er það eitt að segja, að vitanlega er margt í nýjum bókmenntum harla tor- skiljanlegt, en sjaldan hefur kynslóð skálda vogað sér burt frá fílabeinsturninum jafn langt og módernistarnir. Með fræðslustarf- semi, gamanleikum, kvikmyndum, hljóð- varpi og sjónvarpi hafa þeir leitazt við að brúa gjána milli listamannsins og njótenda listar, og einmitt það hversu almenn hnevkslun og gagnrýni er víðtæk bendir til þess, að viðleitnin hefur borið árangur. Ljóðabækur ársins 1966 sýna greinar- góðan þverskurð á nýtízku Ijóðlist danskri. Annarsvegar höfum við hið nýja Ijóðasafn Thorhilds Bjprnvigs, Vibrationer (Gylden- dal 1966), sem er fjórða bók höfundarins. Verk Bjprnvigs eru fá og fáguð, og þaul- hugsaðri en allt annað í nýrri lýrik. Hann er jöfnum höndum sýmbólisti á forsend- um Iferetica-hópsins (hann ritstýrði tveim fyrstu árgöngum tímaritsins) og klassísisti hvað snertir hlutlægni og vitsmunalega dýpt skáldskapar síns. Bj0rnvig er skáld og hugsuður. Auk ljóðanna hefur hann sam- ið ritgerðir, bókmenntalega samantekt um Rilke, en ljóð hans hefur hann þýtt á Nýjar danskar bókmenntir dönsku, og hina viðamiklu doktorsritgerð Kains Alter 1964, um hinn látna vin sinn og skáld Martin A. Hansen. Meðal vandamála þessa höfundar er sam- eining tilfinninga og skynsemi, listar og heimspeki. Þar af leiðir heftan stíl ljóðanna, sem þegar bezt lætur er gegnglóandi og samþjappaður, en getur líka orkað þung- lamalega með gagnorðu málfari sínu og orðgnótt. Ur ljóðabókinni nýju má nefna sem dæmi um viðhorf og list Bjprnvigs ljóð- ið „Humanitet“, þar sem þröng og þaul- hugsuð bygging fer saman við ríkt hug- myndaflug tungutaksins. Þetta er ljóð um einsemd sálarinnar á auðnum tilverunnar: „Bag Plexiglas fuldkomne Landskabers lugtlpse Melankoli". Og um það að bera skyn á og innlifast raunveruleikans „frugt- bare gru“. Nokkur hluti Ijóða Bjprnvigs fjallar um það að vera eða vera ekki heil- steyptur maður, samræmið og andstæðu þess tvístringinn. Af þeim rótum eru runn- in þau Ijóð sem að tilefni eiga aðstæður listamannsins, hvöt hans til lífs og sköpun- ar, og þau ástarljóð sem eru meðal hinna ágætustu í dönskum bókmenntum. Hjá Er- os fyrirfinnur höfundurinn dýpsta samræm- ið, og það veitir honum lausn — einnig sem skáldi. „Vibrationer“, sem beðið var með eftir- væntingu eins og alls þess sem Bjprnvig lætur frá sér fara, hefur af flestum rit- dómendum verið talin misjöfn bók að gæð- um, með stórri nýjung í sköpun og jafn- framt miklum mistökum. Það er vandamál fyrir BjOrnvig sem skáld, að dramatískur, örlagaþrunginn lífsskilningur hans og sam- svarandi tilfinningamagnaður og stórfeng- legur stíll getur orkað úrelt, jafnvel falskt. Fyrirbæri sem stafar af andstæðunni við hin efunargjarnari og rúrnhelgari viðhorf yngri skálda. Svipaðra tormerkja gætir í skáldskap Frank Jœgers. Það er einkennandi, að 175
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.