Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 92
Bjarni Einarsson Norskar bæknr Hér skal enn sagt lítið eitt frá norskum bókum sem út hafa komið síðan í fyrra. Miðað við þann mikla fjölda sem ástæða gæti verið til að minnast á og ræða um verður þetta stutt mál og ófullkomið. Fyrst skal nefna fimm ritgerðasöfn sem öll eru með sínum hætti hvert. Vildanden og andre essays nefnist safn af stuttum ritsmíðum og ræðum eftir Francis Bull (Gyldendal Norsk Forlag, 193 bls., 27 kr. í b.). Fyrstar eru þrjár ritsmíð- ar um Henrik Ibsen og ber sú fremsta heitið „Vildanden", sú næsta „Á dikte er á se“ og sú þriðja „Hildur Andersen og Hen- rik Ibsen“. Þó að Francis Bull sé hniginn við aldur er andlegt fjör hans óþrotið; til- efni fyrstu ritsmíðarinnar er leiksýning sem greinarhöfundur sá fyrir skömmu í Svíþjóð. Á þessari sænsku sýningu leik- ritsins kom gerfi tveggja persóna honum mjög á óvart, — og var önnur þeirra Gre- gers Werle. Það varð til þess að hann fór að rifja upp fyrir sér og hugleiða þróunar- sögu leikritsins í þeim frumdrögum skálds- ins og minnisblöðum sem enn eru til. Á meðal þeirra er eitt blað sem er einstakt að sínu leyti í þeim pappírum sem varð- veitzt hafa eftir skáldið liðið. Þetta er snoturlega skrifuð örk með yfirskriftinni Modeller. Af blaðinu má sjá að Ibsen hef- ur upphaflega hugsað sér Alexander Kiel- land sem fyrirmynd að Gregers Werle. Kielland var þá enn ungur, — auðmanns- sonur sem hafði skyndilega orðið frægur fyrir prýðilega gerðar smásögur, einatt með efni úr stríði fátæklinga. Ibsen hafði illan bifur á slíkum manni og gerði sér undar- legar og þeygi fagrar hugmyndir af innræti hans sem lesa má í minnisblöðunum, m. a.: „A. K. nyder fattigdommen og elendig- heden æstetisk indigneret ... den rige soci- ale skribent ... forkæmper for de fattiges ret; tager det som en sport“. Hins vegar er víst að Ibsen þekkti Kielland ekki þegar þetta var á döfinni. Reyndar fór svo að Ibsen fekk í miðju kafi nýja hugmynd sem gjörhreytti persónunni Gregers Werle og var Kielland þar með úr sögunni. Francis Bull þykist þó sjá merki upphaflegu fyrir- myndarinnar í missmíði einni léttvægri. f þriðju greininni segir frá þeirri endur- nýjun lífdaganna sem Ibsen átti að fagna seinustu níu árin sem hann naut heilsu. Hann átti þá mikinn og góðan kunnings- skap við unga tónlistarkonu sem gerðist förunautur hans á leiksýningar og fyrir- lestra eftir að eiginkonan var orðin heima- sætin af gigtar sökum. Við þessa ungu konu ræddi Ibsen um skáldskap sinn og áform sín í þeim efnum og eftir ummælum hans sjálfs að dæma hefur vinátta þeirra orðið honum ómetanlegur aflvaki. í bréfi sem hann skrifaði Georg Brandes eitt sinn á þessum árum kemur fram að hann skilur einkar vel — einmitt nú — endumýjun Goethes eftir að hann kynntist Marianne v. Willemer. Af öðrum ritgerðum þessa safns skulu 186
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.