Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 104
Erlend tímarit Isradsmenn og Araliar [I síðasta hefti enska tímaritsins New Left Review birtist viðtal við pólsk-enska sagn- fræðinginn Isaac Deutscher, sem nú er ný- látinn, um samskipti ísraelsmanna og Araba og stríð þeirra í sumar. Viðtalið er birt hér nokkuð stytt.] Hvernig lítið þér í heild á stríSiS milli Israels og Araba? Að mínum dómi hefur stríðið og hinn „undursamlegi“ sigur fsraelsmanna ekki leyst neitt þeirra vandamála sem fsrael og Arabaríkin eiga við að etja. Það hefur þvert á móti gert öll gömlu misklíðarefnin örðugri viðfangs og skapað ný, ennþá hættulegri. Eg er sannfærður um að þess verði ekki mjög langt að bíða að hinn alltof auðveldi sigur ísraelskra vopna reyn- ist hafa verið mikið ólán fyrir ísraelsmenn sjálfa, öðrum fremur. Virðum fyrir okkur alþjóðlegt baksvið þessara atburða. Við hljótum að tengja þetta stríð við heimsvaldabaráttu og hug- myndafræðilega árekstra sem eru uppi- staða þess. Á síðustu árum hefur amerískur imperíalismi og öfl sem honum eru tengd eða studd eru af honum, verið í stórkost- legri pólitískri, hugmyndafræðilegri, efna- hagslegri og hernaðarlegri sókn í víðáttu- miklum hluta Afríku og Asíu; á sama tíma hafa öflin sem þeim eru andsnúin, fyrst og fremst Sovétríkin, naumlega haldið í horf- inu eða hörfað undan. Þessa þróun má ráða af fjölmörgum viðburðum: uppreisn- inni í Ghana sem varð stjórn Nkrumah að falli, vexti afturhaldsafla í ýmsum ríkjum Afríku og Asíu; blóðidrifnum sigri and- kommúnista í Indónesíu sem var stórsigur fyrir gagnbyltingaröflin í Asíu; stigmögn- uðu stríði Bandaríkjamanna í Víetnam; og á mörkum þessa svæðis hernaðar-„kúpp“ hægri manna í Grikklandi. Stríð Araba og Irsaelsmanna var ekki einangrað fyrirbæri; það fellur inn í þessa atburðarás. Gegn þessari þróun hefur unnið byltingarólga í ýmsum pörtum Indlands, vaxandi róttækni í stjórnmálaheimi Arabalandanna, hin ár- angursríka barátta Þjóðfrelsisfylkingarinn- ar í Víetnam; og vaxandi andstaða um heim allan gegn uppivöðslusemi Banda- ríkjanna. Framsókn bandarísks imperíal- isma og gagnbyltingaraflanna í Afríku og Asíu hefur ekki gerzt mótspyrnulaust, en öllum má vera ljóst að þeim hefur alls staðar orðið vel ágengt, nema í Víetnam. Tiltölulega skammt er síðan Bandaríkin tóku að ota sér fram í Austurlöndum nær. I Súezstríðinu var stefna þeirra ennþá and- snúin gömlu nýlenduveldunum. Hún mið- aði að því að knýja Breta og Frakka til að draga lið sitt til baka og hafði um það málamynda-samstöðu með Sovétríkjunum. Rökin sem lágu til grundvallar stefnu Bandaríkjanna voru enn hin sömu og á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina, þeg- ar fsraelsríki var að myndast: Svo lengi sem ráðastétt Bandaríkjanna sá sér fyrst og fremst hag í því að bola gömlu nýlendu- veldunum frá Afríku og Asíu, var Hvíta húsið eitt höfuðvígi „and-kólóníalismans“. 108
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.