Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 105
Erlend tímarit En eftir aff Bandaríkin höfðu stutt að upp- lausn göralu nýlenduveldanna, tóku þau að óttast „valdatómið" sem innlend byltinga- öfl eða Sovétríkin ellegar þau bæði í sam- einingu kynnu að fylla upp í. Andstaðan gegn nýlendustefnu rann út í sandinn og Bandaríkin „hlupu í skarðið". Þetta gerð- ist í Austurlöndum nær á tímabilinu milli Súezdeilunnar og nýafstaðins stríðs ísra- elsmanna. Hvernig skýrið þér stefnu Israels í þessu sambandi? Aðgerðir Israelsmanna hafa auðvitað stjórnazt af eigin hvötum, og ekki eingöngu tekið mið af geðþótta bandarískra ráða- manna. Ekki þarf að efa að þorri ísraels- manna trúir því að þeim sé ógnað af fjand- skap Araba. Það er einnig augljóst að ýmsar „blóðþyrstar“ yfirlýsingar Araba um að „þurrka ísrael út af landakortinu“ vöktu hræðsluskjálfta hjá tsraelsmönnum. Israelsmenn eru þrúgaðir af minningunni um Gyðingaharmleikinn í Evrópu, og þeim finnst þeir vera einangraðir og umkringdir miljóna„mergð“ óvinveittra Araba. Áróð- ursmönnum þeirra var hægt um vik að skírskota til hótana arabískra ráðamanna og vekja þeim ótta við aðra „endanlega lausn á Gyðingavandamálinu" sem þeirra biði, að þessu sinni í Asíu. Með því að vekja upp goðsagnir úr biblíunni og gömul trúar- og þjóðartákn úr sögu Gyðinga hrintu áróðursmennirnir af stað því stríðs- æði, hroka og ofstæki sem ísraelsmenn sýndu svo óvænt af sér er þeir geystust fram til Sinaískaga, að Grátmúrnum, Jórdaná og veggjum Jerikós. Bak við æðið og hrok- ann lá niðurbæld sektarvitund ísraels- manna í garð Araba, sú kennd að Arabar myndu aldrei fyrirgefa eða gleyma þeim skaða sem ísrael hefði bakað þeim: her- námi lands þeirra, örlögum einnar miljón- ar flóttamanna og ítrekuðum hernaðar- ósigrum og auðmýkingum. Nærri viti sínu fjær af ótta við hefnd Araba hefur allur þorri Israelsmanna tekið góða og gilda „kenninguna“ að baki stefnu ríkisstjórnar þeirra, þá „kenningu“ að öryggi ísraels sé íólgið í bilkvæmum hernaði sem dragi all- an mátt úr Arabaríkjunum á fárra ára fresti. En hvað sem líður þeirra eigin hvötum og ótta, eru ísraelsmenn ekki frjálsir gerða sinna. Það sem ræður ósjálfstæði ísraels var að vissu marki „innbyggt“ í sögu þess um tvo áratugi. Allar ríkisstjórnir ísraels hafa bundið tilveru ríkisins við „vestræna stefnu". Þetta eitt hefði nægt til að gera ísrael að vestrænni útvarðsstöð í Austur- löndum nær og flækja það þannig í stór- átökin milli imperíalismans og arabísku þjóðanna sem heyja baráttu fyrir frelsi sínu. Aðrir þættir hafa jafnframt verið að verki. Hið ótrygga jafnvægi og vöxtur efna- hagslífsins í ísrael hafa verið háð fjárhags- stuðningi frá síonistum erlendis, einkum handarísku gjafafé. Þessar gjafir hafa reynzt dulbúinn bölvaldur fyrir hið unga ríki. Þær hafa gert ríkisstjóminni kleift að tryggja greiðslujöfnuð við útlönd með öðrum hætti en nokkurt annað ríki í heim- inum gæti gert, án þess að eiga hin minnstu viðskipti við grannþjóðir sínar. Efnahags- gerð ísraels hefur aflagazt með því að ýtt hefur verið undir vöxt umfangsmikils þriðja geira innan efnahagslífsins og lífskjör sem eru ekki í réttu hlutfalli við framleiðni landsins og þjóðartekjur. ísraelsmenn hafa í raun og vem lifað langt um efni fram. Þegar ég heimsótti ísrael fyrir nokkmm árum, taldi háttsettur þarlendur embættis- maður upp fyrir mér þær verksmiðjur sem þeir hefðu ekki fengið að reisa vegna mót- þróa Bandaríkjanna — þ. á m. stálverk- smiðjur og verksmiðjur er framleiddu land- búnaðarvélar. Á hinn bóginn nefndi hann mér fjölda svo til gagnslausra verksmiðja sem framleiddu ótrúlegt magn eldhús- 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.