Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 106
Tímarit Máls og menningar áhalda og leikfanga úr plasti o. s. frv. Enda gæti engin ísraelsk ríkisstjórn leyft sér að taka af alvöru tillit til hinna brýnu þarfa þjóðarinnar fyrir verzlun og náin efnahagstengsl við arabísku grannríkin eða fyrir bætt verzlunarsambönd við Sovétríkin og Austur-Evrópu. Kalda stríðið gaf afturhaldsöflum lands- ins mjög undir fótinn og skaraði eld að árekstrunum milli Gyðinga og Araba. Israel gekk andkommúnismanum dyggilega á hönd. Að sönnu átti stefna Stalíns á síð- ustu æviárum hans sinn þátt í að móta af- stöðu ísraelsstjórnar. Samt skulu menn ekki gieyma því að Stalín var guðfaðir Israels; að það var með tékkneskum her- gögnum, látnum í té eftir fyrirmælum Stalíns, sem Gyðingar börðust við brezka hernámsliðið — og Araba — árin 1947— 48; og að sovézki fulltrúinn greiddi fyrstur allra atkvæði með því að S. Þ. viðurkenndu Ísraelsríki. Það má ti! sanns vegar færa að breytingin á afstöðu Stalíns til ísraels var andsvar við því að ísrael lagðist á sveif með Vesturveldunum. Ósættanlegur fjandskapur gegn viðleitni Araba til að losa sig undan Vesturveldun- um varð þannig grundvallarregla ísraelskr- ar utanríkisstefnu. Af henni leiddi hlut- verkið sem Israel lék í Súezstríðinu 1956. Hinir sósíaldemókratísku ráðherrar ísraels hafa, engu síður en vestrænir nýlendusinn- ar, aðhyllzt þá stjórnvizku sem hefur fyrir leiðarljós að halda Aröbum niðri á stigi vanþróunar og sundrungar og tefla hinum afturhaldsömu Hashemítum þeirra og öðr- um lénsöflum fram gegn lýðveldissinnuð- um og þjóðlegum byltingaröflum. Snemma á þessu ári, þegar útlit var á að uppreisn lýðveldissina eða „kúpp“ kynni að velta Ilussein konungi í Jórdaníu úr valdastóli, fór stjórn Eshkols, forsætisráðherra fsra- els, ekki dult með það að ef kæmi til upp- reisnar Nassersinna í Amman mundu ísra- elskar hersveitir halda inn í Jórdaníu. Og forleikurinn að atburðunum í júní s.l. var sá að ísraelsstjórn hafði í hótunum við hina nýju stjórn Sýrlands sem hún ákærði fyrir „nasserisma" eða jafnvel „öfgafullan nasserisma", (því að ríkisstjórn Sýrlands virtist vera ögn róttækari og ákveðnari í andstöðu sinni við heimsvaldasinna en Egyptar. Hvort fsraelsstjórn áformaði í rauninni að ráðast á Sýrland einhvem tíma í maí, eins og njósnaþjónusta Sovétríkj- anna hélt og Moskva varaði Nasser við, vitum við ekki fyrir víst. Eftir að hafa fengið þessa viðvörun og uppörvun frá Sovétmönnum, fyrirskipaði Nasser allsherj- ar herkvaðningu og liðssafnað við landa- mærin á Sinaískaga. Hafi ísrael haft slík áform á prjónunum kann ráðstöfun Nass- ers að hafa frestað árásinni á Sýrland um nokkrar vikur. Hafi ísraelsstjórn hins veg- ar ekki áformað neitt slíkt, varð atferli hennar til þess að vekja mönnum trú á hótanir hennar í garð Sýrlands með sama liætti og ísraelsmenn trúðu statt og stöð- ugt á ógnanir Araba. Hvað sem þessu líð- ur, voru ráðamenn ísraels alveg fullvissir um að árásarhneigð þeirra í garð annað- hvort Sýrlands eða Egyptalands myndi vekja samúð á Vesturlöndum og færa þeim umbun. Utreikningar af þessu tagi réðu ákvörðun þeirra um að verða fyrri ti! að greiða höggið ]>. 5. júní. Þeir þóttust hand- vissir um að njóta siðferðilegs, pólitísks og efnahagslegs stuðnings Bandaríkjamanna og að nokkru leyti Breta ... En hvað er að segja um þá hlið mymlar- innar sem snýr að Aröbum, og atjerli þeirra rétt áður en stríðið skall á? Atferli Araba, einkum tvílræði Nassers og hik dagana fyrir stríðið, er í algjörri andstæðu við staðfestu og hina ódulbúnu árásarhneigð Israelsmanna. Eftir að Nass- er hafði flutt hersveitir sínar til landa- mæranna á Sinaískaga með fullu samþykki 200
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.