Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 107
Erlend tímarit sovézkra leiðtoga og jafnvel komið hinnm rússnesku eldflaugum fyrir í skotstöðu, lagði hann siglingabann á Tiranflóa án þess að hafa nokkurt samráð við Moskvu. I þessu fólst ögrun, enda þótt bannið hefði litla praktíska þýðingu. Vesturveldin töldu það ekki nógu þýðingarmikið til að láta „reyna á“ þannið. Við þetta óx Nasser í áliti, og hann gat haldið því fram með nokkrum rétti að hann hefði hrifsað úr höndum Israelsmanna síðustu ávexti sigurs þeirra frá 1956. (Fyrir Súezstríðið gátu ísraelsk skip ekki siglt um þennan flóa). Israelsmenn létu líta svo út sem siglinga- bannið stofnaði efnahagslífi þeirra í bráð- an háska, en svo var engan veginn; og þeir svöruðu með því að kveðja saman herafla sinn og stefna honum til landamæranna. Sovétríkin héldu áfram að örva Araba opinberlega með áróðri sínum. En ráð- stefna kommúnistaflokka í Austurlöndum nær sem haldin var í maí (útdráttur úr ályktunum hennar birtist í Prövdu) var undarlega fáorð um hættuástandið og gagn- rýndi Nasser undir rós. Milliríkjamakkið sem fram fór að tjaldabaki, skipti meira máli. Þann 26. maí, um lágnættið (kl. 2.30 e. m.), vakti sovézki ambassadorinn Nasser af værum blundi og gerði honum Ijóst að egypzki herinn mætti ekki verða fyrri til að hefja skothríð. Nasser féllst á það. Samþykki hans var svo algjört að hann lét ekki aðeins vera að hefja ófrið- inn, heldur greip hann ekki til neinna var- úðarráðstafana gegn hugsanlegri árás frá Israel: flugvellir voru óvarðir og flugvél- arnar kyrrar á jörðu niðri, ódulbúnar. Það var jafnvel ekki hirt um að leggja tundur- dufl í Tiranflóa eða koma nokkrum fall- hyssum fyrir á ströndum hans (eins og lsraelsmenn uppgötvuðu sér til mikillar undrunar, þegar þeir komu þangað). Allt ber þetta vott um yfirmáta klaufa- skap af hálfu Nassers og egypzku her- stjórnarinnar. En Itinir eiginlegu klaufa- bárðar sátu í Kreml. Atferli Bresnjevs og Kosygins, meðan á þessum atburðum stóð, minnir á hegðun Krústsjevs í Kúbudeil- unni, utan hvað það var jafnvel enn grugg- ugra. Það fylgdi sömu forskrift. í fyrstu sýr.du þeir mótaðilanum óþarfa ögrun og færðu sig gáleysislega nærri „yztu nöf“; í næstu andrá greip þá ofsahræðsla og þeir hörfuðu undan í ofhoði; á síðustu stundu reyndu þeir svo í óðagoti að bjarga heiðri sínum og vinna það upp sem hafði tapazt. Hvers vegna lögðu þeir fjötur á Nasser? Eftir því sem spennan óx, tóku Kreml og Hvíta húsið að ráðgast við eftir „heita þræðinum“. Stórveldarisarnir báðir urðu ásáttir um að forðast beina íhlutun og halda deiluaðilunum í skefjum. Hafi Bandaríkjamenn á annað horð tekið að sér að halda aftur af Israelsmönnum, hljóta þeir að hafa gert það svo linlega eða með slíkum bendingum að Israelsmenn túlkuðu það í reynd sem hvatningu til að halda til streitu áformum sínum um að verða fyrri til að greiða höggið. Fjöturinn sem Sovét- menn lögðu á Nasser var rammgerður, og hann hélt ... Bak við allt þetta klúður hillir undir höfuðmótsögn sovézkrar utanríkisstefnu. Annars vegar álíta leiðtogar Sovétríkjanna það frumskilyrði fyrir öryggi þjóðar sinnar og fyrir „friðsamlegri sambúð“ að status quo haldist á alþjóðavettvangi, þ. á m. að innbyrðis hlutföll milli stétta haldist ó- breytt. Þess vegna er þeim kappsmál að halda sér í „hæfilegri fjarlægð" frá hinum óeirðasömu vettvönguin stéttaátakanna í heiminum og forðast að flækjast í hættu- spil erlendis. Hins vegar geta þeir ekki, af hugmyndafræðilegum og valda-pólitískum ástæðum, sneitt með öllu hjá hættulegum íhlutunum. Þeir geta ekki staðið jafn fjarri vettvangi og skyldi þegar nýkólóníalismi Bandaríkjanna á í opinskáum eða óbeinum 201
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.