Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 110
Tímarit Máls og menningar jöfnn engan þátt í stjómmálalífinu, liann vaknar ekki til virkrar meðvitundar og hefur ekkert frumkvæði af sjálfsdáðum. Þetta hefur dregið marga dilka á eftir sér, jafnvel á sviði hermála. Það er ofur auð- velt að rækta þjóðernis-lýðskrum; en það kemur engan veginn í staðinn fyrir raun- hæft átak til þjóðareiningar eða ósvikna lýðkvaðningu gegn lénskum afturhalds- og sundrungaröflum. Við þóttumst sjá það áðan hvernig óhóflegt traust á einum leið- toga ofurseldi í raun og veru örlög Araba- ríkjanna íhlutun stórveldanna og höppum og glöppum milliríkjamakksins. Svo við vikjum ajtur að ísrael, hvernig hyggst það notfœra sér sigurinn? Hvemig hugsa Israelsmenn sér jramtíðarhlutverk sitt í þessum heimshluta? Jafn þversagnakennt og það sýnist, koma Israelsmenn nú fram í gervi Prússa Aust- urlanda nær. Þeir hafa nú unnið sigur í þrem styrjöldum við granna sína Araba. A sama hátt unnu Prússar sigur á öllum nágrönnum sínum fyrir hundrað árum, Dönum, Austurríkismönnum og Frökkum. Sigurgangan ól upp í þeim óbifandi traust á þeirra eigin atorkusemi, blinda trú á herveldi þeirra, þjóðrembing og fyrir- litningu á öðrum þjóðum. Ég óttast að svipuð úrkynjun — því hvað er þetta annað en úrkynjun? — kunni að grafa um sig í pólitískri skaphöfn ísraelsmanna. En sem Prússland Austurlanda nær getur Israel ekki orðið annað en léleg skopstæling af fyrirmyndinni ... Þjóðverjar hafa lýst reynslu sinni með þessum beisku orðum: Man kann sich tot- siegen“, „Sigurinn getur gengið af mönn- um dauðum". Þetta hefur orðið hlutskipti Israelsmanna. Þeir hafa bitið í miklu stærra stykki en þeir geta gleypt. Á her- numdu svæðunum og í ísrael býr nú ná- lega hálf önnur milljón Araba, ríflega 40 hundraðshlutar allra íbúanna. Ilyggjast Israelsmenn reka af höndum sér allan þennan fjölda Araba til þess að geta haldið hinum hemumdu landsvæðum „tryggilega". Af því mundi hljótast nýtt flóttamanna- vandamál, sýnu háskalegra og víðtækara en hið gamla. Ilyggjast þeir þá láta her- numdu svæðin af hendi? Nei, segja flestir leiðtoga þeirra. Ben Gurion, hinn illi andi ísraelsks þjóðrembings, hvetur til stofnun- ar „arabísks Palestínuríkis“ á bökkum Jórdans, sem yrði ísraelskt vemdarríki. Geta Israelsmenn vænzt þess að Arabar viðurkenni slíkt verndarríki? Að þeir berj- ist ekki gegn því með oddi og egg? Eng- inn stjórnmálaflokkur í ísrael er einu sinni reiðubúinn til að íhuga stofnun tvf- þjóðaríkis Araba og Israelsmanna. Meðan svo standa sakir hefur fjöldi Araba „leiðzt" til að hverfa frá heimkynnum sínum við ána Jórdan, og þeir sem héldu kyrru fyrir hafa sætt langtum verri meðferð en Araba- minnihlutinn í Israel sem haldið var í her- greipum um 19 ára skeið. Já, þessi sigur er meira ólán fyrir Israel en nokkur ósigur. I stað þess að treysta öryggi þess hefur hann gert það stórum ótryggara. Ef ísra- elsmenn óttast í raun og veru hefnd og út- rýmingu af hendi Araba, hefur atferli þeirra verið því líkast sem þeir vildu breyta grýlu í áþreifanlega og yfirvofandi hættu. Hejur sigur Israels orðið Bandaríkjunum til verulegs ávinnings? Hejur hann örvað ídeólógíska sókn Bandaríkjanna í Afríku og Asíu? A vissu augnabliki, er vopnahlé komst á, voru horfur á að ósigur Egypta mundi hafa í för með sér fall Nassers og upplausn þeirrar stjórnarstefnu sem við hann er kennd. Ef það hefði gerzt, hefðu Austur- lönd nær áreiðanlega færzt aftur inn á áhrifasvæði Vesturveldanna. Egyptaland kynni að hafa orðið svipuðum öflum að bráð og Ghana eða Indónesía. Málin sner- ust samt ekki á þann veg ... 204
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.