Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 46
Tímarit Máls og menningar
listans. Eg dró nokkrar einfaldar niðurstöður af þeim á árunum 1966—67,
ástandið hefur varla breytzt mikið síðan.
Á þessum félagatölum eru um 140 rithöfundar; samkvæmt hlutfallinu hér
að framan svarar það til þess, að 140.000 viðurkenndir rithöfundar væru í
Bandaríkjunum. Allir þessir menn hafa reyndar skrifað bækur einhvern
tíma. Flestir eiga að baki milli 5 og 20 bækur, sumir jafnvel meira. Höfundar
fagurbókmennta eru í meirihluta. Algerrar atvinnumennsku er ekki krafist. í
rithöfundastétt á íslandi eru fulltrúar úr næstum öllum starfsgreinum, frá
bændum til háskólaprófessora (m. a. forseti lýðveldisins); eina undantekn-
ingu má gera, mentaður tötralýður er hér ekki til, né náfrændi þeirra bóhem-
inn eða le bourgeois déclassé. Ekki ósennilegt að einn eða tveir einstaklingar
á rithöfundaskrá væru að einhverju leyti á örkumlastyrk með því þrálátt
heilsuleysi hafði gert þá ófæra til hvers kyns reglubundinnar vinnu.
Höfundar sem lifa af penna sínum einum eru furðu margir í hlutfalli við
það sem tíðkast í mörgum stórum málsamfélögum, jafnvel í löndum, þar sem
lesendur bóka ættu að skipta milljónatugum. Eftirgrennslanir mínar leiddu
til þeirrar niðurstöðu, að af 140 skráðum rithöfundum hefðu a. m. k. 10%
lífsframfæri sitt af ritstörfum. En það sem kallað er að lifa af penna sínum
er dálítið óljóst hugtak. Merkir það, að árlegt fé manns til uppihalds heim-
ilis síns sé runnið einvörðungu frá höfundargreiðslum og ritlaunum hvers
árs? Slíkt mundi, að ég hygg, alstaðar teljast til undantekninga, þó það kunni
að eiga við um einstöku ritmokara sérstakrar tegundar ellegar skemtileikja
höfunda. Hvað Ijóðskáld snertir, er það óhugsandi. Ef rithöfundur fær
greiðslur langt umfram eyðsluþörf á einu ári, og slíkt getur jafnvel gerzt í litl-
um málsamfélögum eins og á Islandi, stofnar hann e. t. v. bankareikning, eða
fer að festa fé í einhverju. Á íslandi er ekki hægt að kaupa hlutabréf, og tíðar
gengisfellingar gera ríkisskuldabréf ótrygg; en lánsamt skáld gæti lagt fé sitt
í fasteignir, sem gefur vel af sér á Íslandi. Upp frá þeim degi er hann auðvit-
að kapítalisti, og það var kannski ekki ætlunin í upphafi. En því miður, að
fá snilligáfu í vöggugjöf er eins og að erfa kolanámu, nema kolanáman er
líklegri til að fara á hausinn en snilligáfan.
Ekki verður séð að svonefndir atvinnurithöfundar hér lifi yfirleitt af fjár-
festingu, heldur raunverulega á penna sínum, og eru þá til taks að vinna auka-
störf sem til falla í greininni. Sumir skrifa ævisögur eftir pöntun, aðrir
eru lausbeizlaðir blaðamenn og rita um menningarleg efni, þeir fást líka
oft við þýðingar, en það er ekki illa borguð vinna á Islandi, — iðulega betur
borguð en að frumsemja verk.
268