Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 48
Tímarit Máls og menningar
að hann ætti eitt til tvö hundruð kálfa tiltæka vegna skinnsins, annars gat
ekki orðið af neinni bók. Ríkisstyrkir, sem rithöfundum eru veittir án skuld-
bindinga í litlum lýðræðisríkjum nú á dögum, má skilja sem tákn opinberr-
ar viðurkenningar á tilveru bókmennta, jafnvel viðurkenningu á nauðsyn
bókmennta. Á íslandi eru þeir veittir í anda móralskrar uppörvunar því fólki,
sem af ósérhlífni leggur rækt við aldagamla eftirlætisíþrótt Islendinga. Loks
eru þeir vitnisburður þeirrar skoðunar, að bókmenntir varði ekki eingöngu
þann einstakling sem ritar þær; það er útaf fyrir sig mjög athyglisverður
púnktur.
Núnú, en hver kemur þá til greina og hver ekki til að taka við þeim molum
af almannafé, sem kastað er út handa smáfuglum bókmenntanna í litlu mál-
samfélagi? Ef til vill væri skynsamlegt að svara þessari spurningu eftir útilok-
unaraðferðinni, og gera sér ljóst, hver kemur ekki til greir.a. Mér þykir t. d.
trúlegt, að hver sá sem skrifaði lykilróman, alt að því með nafni og heimilis-
fangi, um máttarstólpa þjóðfélagsins og reyndi að sanna, að þeir hefðu sið-
ferðilega bresti, kæmist ekki hátt á úthlutunarlistanum á íslandi. Ég fæ samt
ekki séð, að á listanum sé mikill greinarmunur gerður á rithöfundum sem
fylgja ríkjandi skipulagi og þeinr, senr eru því andsnúnir. Bækur, sem útmála
borgarastéttina eins og nokkurs konar Ku-Klux-klan virðast ekki óvinsælar og
falla borgarastéttinni sjálfri líklega vel í geð, af því við erum allir smáborg-
arar hvort eð er. Þetta er eins og þegar Skotar eru að segja Skotasögur.
Á hinn bóginn nrun vandfundin bók þar sem reynt sé að sanna, að verka-
menn séu vondir menn og bændur þó enn lakari; sá senr slíka bók skrifaði
á íslandi, yrði líklega brennimerktur ævilangt. Trúar-og hjálpræðisbókrnennt-
ir virðast ekki heldur hljóta náð fyrir augum úthlutunarnefndarinnar; við
höfum ekki einu sinni okkar á nreðal þá nýtízkuhj álpræðismenn, sem vonast
til að bjarga sál sinni og frelsa heiminn með því að klæmast. Fáeinir hálflærð-
ir Marxistar, sem raunverulegir Marxistar álíta alþýðlega Marxista eða fals-
marxista, komast næst því að vera nrannkynsfrelsarar í stíl og hugsunarhætti
hjá okkur. Því nriður fæ ég ekki heldur séð mikla gamansemi í verkum þeirra
höfunda sem fá skáldastyrk; sé bókum þeirra flett í leit að henni finnur mað-
ur í staðinn nrikið af einhvers konar óbeizlaðri kátínu senr stundum líkist
hundakæti. Þessi skortur á kýmni kann að vera smitun af einhverjum and-
lausunr skandinavískum nútímatextunr, og er í algeru ósamrærni við sígilda
hefð fornsagnanna, sem sjálfar eru gagnsýrðar kýnrni inn að beini, oft frem-
ur meinlegri.
Af þessunr vatrköntum, sem minnzt hefur verið á, mætti draga þær álykt-
270