Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 50
Tímarit Máls og menningar og kalla tvær bækur. Við eigum frábært skáld, sem nú er um sjötugt og hefur samið eina litla kvæðabók. Arum saman hefur hann fengið styrk í þriðja flokki, 150 sterlingspund á ári. Hann hefur engar aðrar tekjur af kvæðum sínum og væri fyrir löngu hungurmorða, ef ekki vildi svo til, að hann hefur verið prófessor við erlendan háskóla undanfarin 40 ár. Og þá kemur röðin að afkastamikla skáldinu, sem ár og síð malar bæði malt og salt, en tókst aldrei að koma saman bögu sem mönnum hugfestist, nema í þetta eina skifti í æsku þegar valt uppúr honum litla stefið sem verður „æ til yndis“. Hve góðan og hve mikinn skáldskap þarf að yrkja svo maður fái lífeyri úr ríkisfjárhirslunni ævilangt? Ætti að gjalda skáldum af almannafé í réttu hlulfalli við það hrós, sem þau fá í dagblöðunum ? I fyrri daga geymdu þjóð- irnar kvæði skáldanna í hjarta sínu þó þau væru aldrei lofuð í blöðum. „Drink to me only, Maxwellton’s braes are honnie“, hvers virði er þetta í pen- ingum? Maður syngur ljóðið, þurkar tár af hvarmi sér og lofar guð. Það er alt og sumt. Skáldið er einkennilegt hlóm: af stórum trega sínum gerir hann lítið kvæði. Fáðu honum konu sem hefur erft milljón, og hann mun veslast upp. Jafnvel volæði ætti betur við hann. Fornt orð segir að við fáu hrylli listgyðjurnar eins og peningalykt. Aður fyrri var hægt að bjóða skáldinu heim og láta hann syngja kvæði sín. Rétt sungið varð kvæðið mönnum hjartfólgið. Núna dettur fáum í hug að lag skuli fylgja ljóði. „Alvarleg“ skáld syngja ekki lengur. Sönghæfum textum er nú kastað út í hin ystu myrkur andmúsíkalskra fjölmiðla sem gera hávaða í gróðaskyni. Þegar öllu er á hotninn hvolft, eru bítlarnir kannski eins sönn skáld og nokkur annar sem nú yrkir. Ljóðskáld okkar tíma yrkja ekki heldur Ijóð, ljóð þeirra hafa ekki hrynjandi ljóðs, og hvorki rím né bragarhátt; línur þeirra þykjast vera ljóðlínur en eru það ekki, heldur einföld prentbrella. „Nútímaljóð“ er óbundið mál af því ömurlega tagi sem við höfundar óbund- ins máls erum einlægt að biðja góðan guð að forða okkur frá að skrifa. Slíkir textar hljóta að kalla fram ónotalegan höfuðverk innan ríkisskipaðrar úthlutunarnefndar. Við skulum þó vona, að þeir hleypi höfundunum í gegn, ef ekki sem söngvurum, þá að minsta kosti sem heimspekingum. Þarflaust að taka það fram, að bókaútgáfa í litlu málsamfélagi er engin stóriðja þótt sumir útgefendur okkar séu að orðtökum hafðir. Flestir þeirra gefa út bækur í hjáverkum; sumir senda út eina og eina bók þegar vel liggur á þeim, eða fyrir einhverja dutlunga; eða þeir gefa út það sem þeir skrifa sjálfir. Útgefandinn verður að vera við því búinn að tapa fé sínu, sem er 272
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.