Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 51
Staða rithöfundar í litlu málsamjélagi
hvort eð er runnið af einhverjum öðrum gróða en af bókaútgáfu. Sumir reka
útgáfu í tengslum við skyld fyrirtæki, svo sem prentsmiðju, bókbandsstofu
eða bóka- og ritfangaverzlun. Eftirlæti íslendinga næst því að skrifa bækur
er að gefa þær út. Nokkrir áskriftarklúbbar starfa blómlega (einn þeirra er
143 ára) og láta prenta bækur í ódýrum útgáfum og borga rithöfundum til-
tölulega vel. í góðum síldarárum, þegar peningar eru nógir, vaknar tilhneig-
ing til spákaupmennsku í þessari grein, sem ekki er tiltökumál í samfélagi þar
sem úir og grúir af ástríðufullum bókamönnum.
Útgefandi minn hér heima er þj óðsagnapersóna. Fyrir kemur að hann
greiðir hærri ritlaun en ég hef heyrt getið um annars staðar. Hann hefur
bjargað efnahag margs höfundarins frá hruni. Með löngu millibili greiðir
hann reikninga mína hjá matvörukaupmanninum, þegar þeir hafa hrúgast
upp uggvænlega í 2—3 ár. Eftir svo umfangsmikil fj ármálaafrek mætti ætla
að nú færi að sneyðast um umtalsverð markmið í lífinu fyrir rithöfundinum.
En óhefðbundnar aðferðir útgefanda míns leyfa honum örlæti og eyðslusemi,
sem venjulegir útgefendur hafa ekki efni á. Útgáfufyrirtæki hans er ekki einu-
sinni á firmaskrá, starfslið í lágmarki og yfirvöxtur enginn: aðeins tveir
starfsmenn sem vinna í bókageymslunni. í litlu samfélagi hafa margir menn
fleira en eitt starf á hendi; þannig gegnir útgefandi minn ábyrgðarstöðum í
stjórnum ýmissa fyrirtækja, þar á meðal prentsmiðju, listsýningaskála, smjör-
líkisgerðar, kvikmyndahúss, tónlistarskóla og tónlistarfélags, sem flytur inn
heimsfræga tónsnillinga til hljómleikahalds í Reykjavík fyrir 2—3000 félags-
menn sína.
Enda þótt bókaútgáfa á íslandi sé meiri en annars staðar í heiminum að
tiltölu við fólksfjölda, er augljóst að allri bóksölu er þröngur stakkur skorinn
meðal 200.000 manna þjóðar. Flestar útgáfur á íslandi hafa svipaðan ein-
takafjölda og meðalútgáfa í stærra málsamfélagi. Nýlega las ég í dagblaði
að í Danmörku, sem er lítið málsamfélag, þó það sé 20 sinnum mannfleira en
Island, er meðaleintakafjöldi bókar 1000—1200 eintök. Á íslandi væri ein-
takafjöldi undir þessu lágmarki svo til frágangssök. Ég minnist þess, að
William Faulkner sagði blaðamönnum fáum árum fyrir andlát sitt, að hann
þættist góður, ef ný saga eftir hann seldist í 8000 eintökum í Ameríku. Slík-
ur fróðleikur er furðulegur í augum íslenzks rithöfundar, sem hefur í huga
hina einföldu hlutfallstölu 1 á móti 1000, og gerir ráð fyrir 1000 sinnum
meiri lesendafjölda í Bandaríkjunum en á íslandi. Þar að auki var Faulkner
einn þekktastur skáldsagnahöfundur síns tíma og stolt Ameríku. í því litla
18 TMM
273