Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 53
Staða rithöfandar í litlu málsamfélagi boðum hefur verið tekið og féð er reitt af hendi, er höfundur sjálfur búinn með eigin fé að standa straum af kynningu bókar sinnar í stóru málsamfélagi. Möguleikar eru einn á móti 1000 að nokkurt eintak seljist. Gæði bókar breyta engu um þessa sorglegu atburðarás; útgáfan kann að fara illa af því bókin er slæm; líka gæti bókin verið of góð. Ef kvartað er, segir útgefandinn höf- undinum venjulega, að slæmar bókmenntir seljist betur en góðar bókmenntir. Það er ekkert óbrigðult ráð til, sem rithöfundur í litlu málsamfélagi getur hagnýtt sér til að brjótast út úr þröngum markaði heima fyrir og komast út í „hinn stóra heim“, — ekki fremur en til er bragð, sem frelsað gæti kappsfullan rithöfund stórs samfélags frá niðurlægjandi smáum upplögum, sem hafa jafnan verið hlutskipti hans og böl. Semsé, formúlan er ekki til, því miður. Einstöku manni tekst einhvernveginn að brjótast út, en ævinlega er aðdragandinn sérstæður og einstaklingsbundinn og athyglisverður aðeins sem smáatriði í ævisögu þess manns sem hefur reynt þetta. Velgengni sannar ekki einusinni, að sá sem í hlut á sé góður rithöfundur, og því er nú fjárans ver! Rithöfundum í litlu samfélagi er blátt áfram ó- skiljanlegt að það skuli heyra til undantekninga ef starfsbræður þeirra í stór- um samfélögum ná hærri upplögum en þeir sjálfir heima fyrir. Þetta er enn skrýtnara, þegar málið er athugað nánar og í ljós kemur, að þær bækur, sem seljast í háum upplögum í stórum málsamfélögum eru sjaldan ritaðar af fólki, sem hefur nokkra sérstaka verðleika í ritsnild, mart af því er ekki einu sinni rithöfundar. Fólk virðist búa út metsölubækur útaf ýmiskonar afkáralegum glæpum frægum úr blöðunum, stórslysum eða hneykslum, eða til að dýrðast yfir hernjósnurum og öðrum gálgamat; þessa stundina virðumst við eiga í vændum mikla vertíð metsölubóka um tunglferðir og annað fánýtt brölt sem er of augljóslega til þess ætlað að beina huga fólks frá hlutum er máli skifta. Nú fer líka ugglaust að rísa flóðalda metsölubóka um bílslys Edwards Kennedy. Ennfremur er ný bók að koma eftir Svetlönu Allilújevu. Bók sem ekki hittir í mark í því samfélagi sem hún er samin í er að öðru jöfnu ekki mjög sigurstrangleg utan þess. Til þess er ætlast, að við í smáum samfélögum séum útfamir í tungu, sögu og bókmenntum stærri samfélaga þó þeir viti ekki nokkurn skapaðan hlut um okkur; — en þá varðar heldur ekkert um okkur. Jafnvel þó við færum uppí tunglið eða aðra útdauða hnetti mundi enginn taka eftir því. Heimaslóðir rithöfundar munu verða athvarf hans þegar til lengdar læt- ur, hversu þröngt sem það kann að vera. Ekkert er jafn mikilvægt og reisa lífsverk sitt á þeim stað, sem maður tilheyrir. Lítið samfélag er hluli heims- 275
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.