Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 53
Staða rithöfandar í litlu málsamfélagi
boðum hefur verið tekið og féð er reitt af hendi, er höfundur sjálfur búinn
með eigin fé að standa straum af kynningu bókar sinnar í stóru málsamfélagi.
Möguleikar eru einn á móti 1000 að nokkurt eintak seljist. Gæði bókar breyta
engu um þessa sorglegu atburðarás; útgáfan kann að fara illa af því bókin
er slæm; líka gæti bókin verið of góð. Ef kvartað er, segir útgefandinn höf-
undinum venjulega, að slæmar bókmenntir seljist betur en góðar bókmenntir.
Það er ekkert óbrigðult ráð til, sem rithöfundur í litlu málsamfélagi getur
hagnýtt sér til að brjótast út úr þröngum markaði heima fyrir og komast
út í „hinn stóra heim“, — ekki fremur en til er bragð, sem frelsað gæti
kappsfullan rithöfund stórs samfélags frá niðurlægjandi smáum upplögum,
sem hafa jafnan verið hlutskipti hans og böl. Semsé, formúlan er ekki til, því
miður. Einstöku manni tekst einhvernveginn að brjótast út, en ævinlega er
aðdragandinn sérstæður og einstaklingsbundinn og athyglisverður aðeins
sem smáatriði í ævisögu þess manns sem hefur reynt þetta.
Velgengni sannar ekki einusinni, að sá sem í hlut á sé góður rithöfundur,
og því er nú fjárans ver! Rithöfundum í litlu samfélagi er blátt áfram ó-
skiljanlegt að það skuli heyra til undantekninga ef starfsbræður þeirra í stór-
um samfélögum ná hærri upplögum en þeir sjálfir heima fyrir. Þetta er enn
skrýtnara, þegar málið er athugað nánar og í ljós kemur, að þær bækur, sem
seljast í háum upplögum í stórum málsamfélögum eru sjaldan ritaðar af fólki,
sem hefur nokkra sérstaka verðleika í ritsnild, mart af því er ekki einu sinni
rithöfundar. Fólk virðist búa út metsölubækur útaf ýmiskonar afkáralegum
glæpum frægum úr blöðunum, stórslysum eða hneykslum, eða til að dýrðast
yfir hernjósnurum og öðrum gálgamat; þessa stundina virðumst við eiga í
vændum mikla vertíð metsölubóka um tunglferðir og annað fánýtt brölt sem
er of augljóslega til þess ætlað að beina huga fólks frá hlutum er máli skifta.
Nú fer líka ugglaust að rísa flóðalda metsölubóka um bílslys Edwards
Kennedy. Ennfremur er ný bók að koma eftir Svetlönu Allilújevu.
Bók sem ekki hittir í mark í því samfélagi sem hún er samin í er að öðru
jöfnu ekki mjög sigurstrangleg utan þess. Til þess er ætlast, að við í smáum
samfélögum séum útfamir í tungu, sögu og bókmenntum stærri samfélaga
þó þeir viti ekki nokkurn skapaðan hlut um okkur; — en þá varðar heldur
ekkert um okkur. Jafnvel þó við færum uppí tunglið eða aðra útdauða hnetti
mundi enginn taka eftir því.
Heimaslóðir rithöfundar munu verða athvarf hans þegar til lengdar læt-
ur, hversu þröngt sem það kann að vera. Ekkert er jafn mikilvægt og reisa
lífsverk sitt á þeim stað, sem maður tilheyrir. Lítið samfélag er hluli heims-
275