Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 58
Tímarit Máls og menningar
Fyrir urn það bil fimmtán árum, þegar Siegfried Lenz var orðinn allþekkt-
ur skáldsagnahöfundur, ákvað hann að segja lausu starfi sínu sem launaður
blaðamaður og gefa sig að ritstörfum sínum einvörðungu. Það sem hann
vann sér inn fyrir bækur sínar bjálpaði til að borga upphitunina og símann.
Þótt hann hefðist við líkt og burgeis í tveim fílabeinshvítum herbergjum —
en þannig vill kapítalískt samfélag að skáldin sínn búi — og byggi í barn-
leysi með konu sína sem einkaritara í fullri vinnu, tókst honum rétt að
halda í þeim lífinu með aukasnatti fyrir útvarp og dagblöð. (Það eru ekki
nema smáýkjur að halda því fram, að þýzkar nútímabókmenntir væru engar
til, ef ekki hefði verið fundið upp útvarp).
Umskiptin miklu urðu þegar Lenz endursamdi útvarpsleikrit sitt Die Zeit
der Scliuldlosen fyrir leiksvið og það hlaut hinar frábærustu móttökur. Af
einhverri dularfullri orsök innan dreifingarkerfis kapítalismans gefur happa-
sælt leikrit jafnan miklu meira í aðra hönd en velheppnuð skáldsaga.
Þýzkur rithöfundur er verr settur en enskur stéttarbróðir hans af þrenns-
konar ástæðum: markaður lians er þrengri, hluti hans af ágóðanum er rýrari,
og skattaálögurnar eru jafnvel ennþá meira þrúgandi (þó svo Graham
Greene fáist ekki til að Ijá því eyra). Bækur viðurkenndustu sagnahöfunda
eins og Bölls, Grass og Lenz, ellegar þjálfaðra blaðamanna sem vanir eru
að skrifa fyrir mjög stóran lesendahóp, geta komizt upp í 100.000 eintaka
fjölda, jafnvel eitthvað uppfyrir það. En slíkt gerist afskaplega sjaldan.
Yfirleitt er talið gott ef 5.000 eintök seljast, og þegar 20.000-markinu er náð
er farið að tala um „bestseller“. Markaður þýzkritaðra bóka í Ameríku eða
annarsstaðar er enginn. Og enginn akkur er að því að láta þýða bækur, nema
með einstökum undantekningum þar sem frábærlega hæfur og duglegur um-
boðsmaður hefur í höndunum bók á heimsmælikvarða. Sú er sagan varðandi
Erich Kástner.
Venjulegast hafa þýzkir rithöfundar engan ,,umboðsmann“, heldur semja
beint við útgefendur sína. Þeir eru því í mjög erfiðri aðstöðu til atfylgis
sjálfum sér og gangast yfirleitt inn á svosem 10% þóknun af hverju seldu
eintaki, en leggja um leið öll „annarsflokks-réttindi“ (varðandi kvikmynd-
anir, sjónvarp, bókaklúbba, vasaútgáfur, þýðingar) í hendur útgefandanum,
sem tekur 50% ef hann getur komið hlutnum aftur í verð. Þar sem þetta eru
auðunnir peningar fyrir útgefandann, er hann reiðubúinn að selja ódýrt,
heldur en eiga nokkuð á hættu.
Mér fannst það hljóma vel, þegar ég öllum hnútum ókunnugur var spurður:
„Gætuð þér hugsað yður þessar ljómandi ritgerðir yðar um England út-
280