Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 58
Tímarit Máls og menningar Fyrir urn það bil fimmtán árum, þegar Siegfried Lenz var orðinn allþekkt- ur skáldsagnahöfundur, ákvað hann að segja lausu starfi sínu sem launaður blaðamaður og gefa sig að ritstörfum sínum einvörðungu. Það sem hann vann sér inn fyrir bækur sínar bjálpaði til að borga upphitunina og símann. Þótt hann hefðist við líkt og burgeis í tveim fílabeinshvítum herbergjum — en þannig vill kapítalískt samfélag að skáldin sínn búi — og byggi í barn- leysi með konu sína sem einkaritara í fullri vinnu, tókst honum rétt að halda í þeim lífinu með aukasnatti fyrir útvarp og dagblöð. (Það eru ekki nema smáýkjur að halda því fram, að þýzkar nútímabókmenntir væru engar til, ef ekki hefði verið fundið upp útvarp). Umskiptin miklu urðu þegar Lenz endursamdi útvarpsleikrit sitt Die Zeit der Scliuldlosen fyrir leiksvið og það hlaut hinar frábærustu móttökur. Af einhverri dularfullri orsök innan dreifingarkerfis kapítalismans gefur happa- sælt leikrit jafnan miklu meira í aðra hönd en velheppnuð skáldsaga. Þýzkur rithöfundur er verr settur en enskur stéttarbróðir hans af þrenns- konar ástæðum: markaður lians er þrengri, hluti hans af ágóðanum er rýrari, og skattaálögurnar eru jafnvel ennþá meira þrúgandi (þó svo Graham Greene fáist ekki til að Ijá því eyra). Bækur viðurkenndustu sagnahöfunda eins og Bölls, Grass og Lenz, ellegar þjálfaðra blaðamanna sem vanir eru að skrifa fyrir mjög stóran lesendahóp, geta komizt upp í 100.000 eintaka fjölda, jafnvel eitthvað uppfyrir það. En slíkt gerist afskaplega sjaldan. Yfirleitt er talið gott ef 5.000 eintök seljast, og þegar 20.000-markinu er náð er farið að tala um „bestseller“. Markaður þýzkritaðra bóka í Ameríku eða annarsstaðar er enginn. Og enginn akkur er að því að láta þýða bækur, nema með einstökum undantekningum þar sem frábærlega hæfur og duglegur um- boðsmaður hefur í höndunum bók á heimsmælikvarða. Sú er sagan varðandi Erich Kástner. Venjulegast hafa þýzkir rithöfundar engan ,,umboðsmann“, heldur semja beint við útgefendur sína. Þeir eru því í mjög erfiðri aðstöðu til atfylgis sjálfum sér og gangast yfirleitt inn á svosem 10% þóknun af hverju seldu eintaki, en leggja um leið öll „annarsflokks-réttindi“ (varðandi kvikmynd- anir, sjónvarp, bókaklúbba, vasaútgáfur, þýðingar) í hendur útgefandanum, sem tekur 50% ef hann getur komið hlutnum aftur í verð. Þar sem þetta eru auðunnir peningar fyrir útgefandann, er hann reiðubúinn að selja ódýrt, heldur en eiga nokkuð á hættu. Mér fannst það hljóma vel, þegar ég öllum hnútum ókunnugur var spurður: „Gætuð þér hugsað yður þessar ljómandi ritgerðir yðar um England út- 280
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.