Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 59
Rithöjundurinn og markaður hans
gefnar í bókarformi?“ — Ég hrópaði óðara „já“ og undirritaði samning, en
kærði mig kollóttan um skilmálana. Skilmálarnir voru annars þeir, að ég
átti að fá 10% af eintökum seldum í bandi, og svo átti ég ekki að fara til neins
annars útgefanda með tvær næstu bækur mínar. Þegar til kom þurftu samt
hinar „ljómandi ritgerðir“ mínar að gangast undir „smávægilegar breyting-
ar“; þær urðu að fá á sig fastara snið, endurskoða þurfti heimildir — með
öðrum orðum: það varð að endurskoða allt klabbið. En metnaður minn var
vakinn, og þetta tók mig fimm ár.
Um þessar mundir lét ég mér á sama standa um „næstu tvær bækur“
mínar. En að áratug liðnum hafði ég þó sett þær bækur saman, og þær voru
gefnar út með sömu skilmálum. Þær seldust ágætlega, samtals í 300.000 ein-
tökum. Af þeim 6 milljón mörkum sem inn komu, fékk ég 600 þúsund.—
600 þúsund mörk fyrir fimmtán ára vinnu gera 40 þús. mörk á ári. Með
konu og þrjú böm á framfæri er ekki hægt að lifa neinu óhófslífi á þeirri
upphæð — en það er hægt að skrimta.
En hér er það sem tekjuskattsrukkarinn kemur til sögunnar, endaþótt
hann sé ekki í þjónustu Hennar Hátignar. Hann segir: helftin af þessu heyrir
Ríkinu til. Sannleikurinn er sá, að hann langar til að taka meira en helm-
inginn. Maður getur þvíaðeins fengið hann ofan af slíku, að maður geti sann-
að margvíslegan kostnað sem nauðsynlegur hafi orðið til að ljúka verkinu.
Ef þar með er talinn fjöldi bóka (eins og ætíð hlýtur að verða), álitleg eyðsla
í ferðalög og hverskonar nauðsynleg viðskipti, kemst maður von bráðar að
raun um að maður þarf að fá sér til aðstoðar ötulan endurskoðanda (en
þjónusta slíkra manna kostar sinn pening!). Svo ég geri langa sögu stutta:
Ég hef unnið mér inn u. þ. b. 20.000 mörk á ári fyrir þrjár metsölubækur.
Ég borga 12.000 mörk á ári í húsaleigu. Bara ég hefði haft meiri hæfileika
til að selja fasteignir! En ég er ekki að kvarta.
Mörgum rithöfundum finnst þeir vera hlunnfarnir af útgefendum sínum
og af ríkinu; af útgefendum sem sagðir eru draga sér stærri arðshlut en
þeir eiga — sem svo hefur orðið til þess, að æ fleiri höfundar hafa tekið
að kosta sjálfir útgáfur verka sinna; af ríkinu sem veitir styrki til lista og
leikhúsa (og til landbúnaðarins og kolanámanna), en skattleggur rithöfund-
inn eins og hvern annan framleiðanda varnings. Hvað þetta snertir hafa
ungir vinstrimenn ekkert yfir Bonnstjórninni að kvarta. Ríkisstjórnin vestur-
þýzka útbreiðir engar marxistískar kenningar, hún gerir bara marxistísk
sjónarmið að sínum í reynd.
Sökum alls þessa hafa margir viðurkenndir rithöfundar flúið heimalönd
281