Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar þjálfuðust í þeirri ensku sem til þurfti gekk þetta fljótar og það voru óskrifuð lög að segja aldrei jessið fyrr en greiðsla hafði farið fram. En öll góðæri eiga sinn endi og svo fór einnig í þetta sinn. Annað hvort hefur einhver kjaftað frá eða útsendarar siðgæðisins og þjóðernisstefnunnar í landinu hafa verið á verði því að einn dag er við vorum á þönum til og frá með skilaboð og lykilorðin: I love you, voru um það bil að berast í hendur réttra aðila, dreif að flokkur fólks sem var miklu ábúðarfyllra og ægi- legra að sjá í svip og framkomu en nokkur sú herdeild sem við enn höfðum séð. Greip fólk þetta af okkur miðana og hélt annað hvort í eyrun á okkur eða hálsmálin. Hafði greinilega verið beðið eftir því að slá margar flugur í einu höggi því sex voru gripin. Vorum við leidd hvert í sína áttina og var það feitur og sver kvenmaður sem ýtti mér á undan sér og hélt miðanum frá sér eins og vísindamaður með fullt glas af gerlum. Hún krafðist þess að fá að koma með mér heim og mér tókst ekki að sleppa frá henni þótt ég vissi að hún mundi aldrei ná mér á hlaupunum. Teymdi hún mig heim og útundan mér sá ég slíkt hið sama gert við starfssystur mínar og bræður. Þegar heim kom var gengið til stofu. Mamma var alltof almennileg við kon- una — fannst mér — og gaf henni meira að segja kaffi. Og þetta kvenveldi lét móðan mása svo að undirhökurnar dingluðu af áfergju en hið eina sem skiljanlegt var af þvi sem hún sagði var að bezt væri að senda mig í sveit. Ég var fengin til að lofa að koma aldrei nálægt hermönnum og tala aldrei við þá. Næstu daga var heill hópur atvinnulausra barna í vandræðum á götunni og sama hve mörgum súkkulaði- og tyggigúmmípökkum hermennirnir veif- uðu — við vorum óvígfær her. Við skömmuðumst okkar fyrir að svíkja vinnuveitendur okkar en enginn þorði að hætta á að verða sendur upp i sveit og missa af stríðinu. Þetta er einungis inngangur að sögunni um listina og ástina. í næsta kafla er fjallað um fyrstu tannsmíði á íslandi án háskólaprófs. 3. kajli Tannsmíði hefur löngum verið talin erfið námsgrein. Þar þarf bæði glöggt auga og fínlegt handbragð. Samkvæmislífið í höfuðborg Islands hlýtur að hafa staðið með miklum blóma á þessum tíma því að með því stóð og féll næsta þátttaka okkar og aðild að stríðinu sem var hreint ekki svo lítil þegar þess er gætt að ánægðir hermenn eru traustasti og sigurstranglegasti grund- völlurinn. 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.