Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 71
Blómstur í mýrinni
fyrir vinsældir okkar var Maddí okkar bezti og öruggasti viðskiptavinur.
A fimmtudagskvöldum sat hún við að skrifa bréf til móður þess sem hafði
fallið. Á náttborðinu hafði hún mynd af honum, grannleitum pilti með mjótt
yfirvararskegg og bát á höfðinu.
Það er ekki fyrr en í 5. kafla að kemur að sameiningu listar og ástar og
hvernig þær þrifust hvor af annarri þangað til þjóðskipulagið missti þolin-
mæðina og bannfærði ástina en tók ekki eftir listinni svo að hún var það
eina sem við börnin áttum þegar stríðinu lauk og allt fór í sitt hjólfar.
4. kafli
Þegar leið á veturinn fundum við að breytingar voru í aðsigi. Fyrir ára-
mót héldu strákarnir með Bretum og í stríðsleikjunum lágu venjulega allar
Þýzkaraflugvélarnar í valnum en eftir áramót varð sú breyting að fyrir kom
að Þýzkaraflugvél slapp í burtu. Af kvenlegu innsæi skildum við að tekið
var að halla undan fæti hjá Þjóðverjum í hinu raunverulega heimsstríði
og því var ekki um annað að ræða en að vorkenna þeim svolítið og gefa
þeim nokkur tækifæri svo að þetta endaði ekki allt á einum degi. Japanir
bættust í hópinn. Fengum við stundum að vera hjúkrunarkonur og bera þá
dauðu í burtu. Fullorðnir brostu góðlátlega að þessum barnaleikjum og á
afmælum bættust við allskyns leikföng sem gerðu leikinn enn raunverulegri,
grá herskip með einkennisstöfum, tindátar búnir byssum og hjálmum.
Viðurkennd alþýðumenntun var enn við lýði. Hvað sem öðru leið urðum
við að fara í skólann sem var svo undarlega utanveltu í raunhæfu daglegu
lífi. Það voru þó miklir gleðidagar þegar Rauði Krossinn í Ameríku sendi
okkur heila bílfarma af sælgæti. Þá voru allar dyr skólans opnaðar og hver
nemandi fékk pakka endurgjaldslaust. I þeim voru flautur, súkkulaðidrjólar,
tyggigúmmí, blöðrur og yfirleitt flest það sem gleður og kætir barn. Þá
daga var þakklætið og samúðin í garð Bandamanna vafalaus og hverri ein-
ustu óvinaflugvél grandað í huganum.
Þegar voraði vorum við öll send í sveit — krakkar, hundar, vinnukonur.
Skammt frá borginni var yfirgefið óðal sem tekið hafði verið á leigu í
þessu skyni og mundu foreldramir koma um helgar, en þess á milli áttu
Búddí og Maddí að annast húshaldið. Húsakynni voru þau að miðja hússins
var einn allsherjar salur með arni. Fyrir framan arininn var boginn sex sæta
sófi. Eldhúsið var þar innaf öðrum megin, hinum megin svefnherbergisálma
með tveimur rækilega aðskildum vistarverum og á annarri svefnherbergis-
293