Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 71
Blómstur í mýrinni fyrir vinsældir okkar var Maddí okkar bezti og öruggasti viðskiptavinur. A fimmtudagskvöldum sat hún við að skrifa bréf til móður þess sem hafði fallið. Á náttborðinu hafði hún mynd af honum, grannleitum pilti með mjótt yfirvararskegg og bát á höfðinu. Það er ekki fyrr en í 5. kafla að kemur að sameiningu listar og ástar og hvernig þær þrifust hvor af annarri þangað til þjóðskipulagið missti þolin- mæðina og bannfærði ástina en tók ekki eftir listinni svo að hún var það eina sem við börnin áttum þegar stríðinu lauk og allt fór í sitt hjólfar. 4. kafli Þegar leið á veturinn fundum við að breytingar voru í aðsigi. Fyrir ára- mót héldu strákarnir með Bretum og í stríðsleikjunum lágu venjulega allar Þýzkaraflugvélarnar í valnum en eftir áramót varð sú breyting að fyrir kom að Þýzkaraflugvél slapp í burtu. Af kvenlegu innsæi skildum við að tekið var að halla undan fæti hjá Þjóðverjum í hinu raunverulega heimsstríði og því var ekki um annað að ræða en að vorkenna þeim svolítið og gefa þeim nokkur tækifæri svo að þetta endaði ekki allt á einum degi. Japanir bættust í hópinn. Fengum við stundum að vera hjúkrunarkonur og bera þá dauðu í burtu. Fullorðnir brostu góðlátlega að þessum barnaleikjum og á afmælum bættust við allskyns leikföng sem gerðu leikinn enn raunverulegri, grá herskip með einkennisstöfum, tindátar búnir byssum og hjálmum. Viðurkennd alþýðumenntun var enn við lýði. Hvað sem öðru leið urðum við að fara í skólann sem var svo undarlega utanveltu í raunhæfu daglegu lífi. Það voru þó miklir gleðidagar þegar Rauði Krossinn í Ameríku sendi okkur heila bílfarma af sælgæti. Þá voru allar dyr skólans opnaðar og hver nemandi fékk pakka endurgjaldslaust. I þeim voru flautur, súkkulaðidrjólar, tyggigúmmí, blöðrur og yfirleitt flest það sem gleður og kætir barn. Þá daga var þakklætið og samúðin í garð Bandamanna vafalaus og hverri ein- ustu óvinaflugvél grandað í huganum. Þegar voraði vorum við öll send í sveit — krakkar, hundar, vinnukonur. Skammt frá borginni var yfirgefið óðal sem tekið hafði verið á leigu í þessu skyni og mundu foreldramir koma um helgar, en þess á milli áttu Búddí og Maddí að annast húshaldið. Húsakynni voru þau að miðja hússins var einn allsherjar salur með arni. Fyrir framan arininn var boginn sex sæta sófi. Eldhúsið var þar innaf öðrum megin, hinum megin svefnherbergisálma með tveimur rækilega aðskildum vistarverum og á annarri svefnherbergis- 293
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.