Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 73
Bl ómstur í mýrinni og andvarpaði af sælu. Hugur hennar var fullur af undrun: — Karlmaður! Styrkur karlmannsins réði yfir lífi hennar! Hún þreifaði á honum og var enn dálítið óttaslegin: — Þetta var karlmaður. Hún snerti hann og fann, að hann var fagur. Hún fór höndum um leyndardóma likama hans og dulræn fegurð og sæla streymdi gegnum taugar hennar frá þeim. 5. kafli Klukkan var sjö að kvöldi — á fimmtudegi — og allt var óvenju snemm- búið. Yngstu börnin hrein og þvegin í náttfötum með mjólkurglös og við hin fengin til að lofa að vera háttuð og komin í rúmið klukkan 9. Þótt svefn- inn ásækti okkur miskunnarlaust tókst okkur að halda hálfri meðvitund þar til laust eftir klukkan 9. Við sperrtum eyrun eftir aðkomuhljóðinu. Gluggi okkar vissi út að ánni svo að við sáum ekki til vegarins og góða stund urðum við að láta okkur það eitt nægja að heyra eitthvað sem líktist bílhljóði nálgast. Gægjugatið á hurðinni þorðum við ekki að nota enn þar eð vinnu- konurnar voru varar um sig og gátu birzt hvenær sem var til þess að ganga úr skugga um hvort við værum ekki sofnaðar. Litlu angarnir lágu eins og rotaðir og vissu hvorki í þennan heim né annan. Þegar Búddí kom inn lág- um við því og létumst sofa og hefði hún ekki haft hugann við annað má vera að hún hefði séð í gegnum leikaraskapinn. Þegar hún var farin var gægjugatið okkar. í fyrstu leit út fyrir að um venjulegt kvöldsamkvæmi væri að ræða, líkt og þegar einhver verður fertugur. Gestirnir báru pakka undir hönd og af- hentu Búddí og Maddí. Þeim var boðið sæti og allir sátu í svipbrigðalausu samtali. Búddí fór margar ferðir fram í eldhúskrókinn og bar fólkinu há glös með freyðandi gosvökva. Einn gestanna var sérstaklega skrautlegur. A brjóstinu hafði hann borða og medalíur og gyllta axlaskúfa og á húfunni var fugl með blómum allt í kring. Þetta hlaut að vera generáll eða eitthvað slíkt og þótt við vissum ekki hvað svo puntaður maður gerir í stríði duldist okkur ekki að það var eitthvað merkilegra en allt annað. Húfan hans lá á borðinu hjá sófanum og Maddí snarsnerist í kringum hann — til að rétta honum öskubakka — hella í glasið — brosa til hans — og vorum við henni innilega reiðar fyrir að hafa ekki látið okkur smíða upp í sig fyrir kvöldið. Búddí skipti sér ekki af þeim en sá um að bera þremur óbreyttum hermönn- um drykki og var allt frjálslegra þar megin í stofunni — þeir komnir úr jökkunum og kipptu henni niður í stól rétt eins og þeir væru heima hjá 295
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.