Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 89
Minn trúnaSnr er ykkar trúnaSur
er skáldið kveður um félagsleg og þjóðernisleg vandamál. Af þessu sama
eðli skáldsins leiðir og að lýsingar þess eru miklu fremur lýsingar hreyfingar
og breytandi en kyrrstöðu. Og slíkt hæfir einnig vel hinu sögulega eðli
félagslegra fyrirbæra.
Komi í ljós að einhver ákveðin fyrirbæri, jafnvel ákveðin orð eða merk-
ingarsvið orða, komi aftur og aftur fyrir í verkum sama skálds, sömu bók-
menntastefnu eða -skeiðs, verður mikilvægt að kanna hlutverk þeirra í
verkunum, og á sama hátt er nauðsynlegt að kanna gildi myndsviðs hvers
Ijóðs um sig. Slík könnun er leit að tákninu, en það er eitt af kjarnlægum
fyrirbærum nútímaljóðlistar. Táknið er lykill að skynjun skáldsins: hvernig
það sér umhverfi sitt og hverjar hugrenningar veröldin og fyrirbæri hennar
vekja því. A það hefir þegar verið minnst að í ljóðum Þorsteins frá Hamri
er hin ytri náttúra tákn annarra fyrirbæra. Það er eftirtektarvert hver merk-
ingarsvið honum eru hugstæðust. Séu tekin dæmi af veðurfari og birtu má
nefna orð og orðasambönd eins og: „slær myrkva um auðnina“, „harðindi“,
„alsýldur“, „héla“, „krapahríð“, „fjúk“, „fornyrðahríð“, „klakagríma“,
„snjóbirta“, „brunagaddur“, „ís“ osfrv. Sé minnst á landslag kemur fram:
„finnmörk“, „auðn“, „þykkni“, „myrkviður“, „tré“, „skógur“ osfrv. Af þess-
um dæmum og fleirum slíkum fer ekki hjá að dregin verði sú ályktun að
hér sé um tákn að ræða, lykla að lífs- og heimsskynjun Þorsteins frá Hamri.
Þannig kemur í ljós að veröldin er túlkuð sem nótt sé á, en ekki dagur;
harður vetur, en ekki sumar; frosthörkur og harðindi, en ekki bliða eða
góðviðri. Ekki síst verða skógurinn og tréð eftirminnileg sem tákn veruleik-
ans, en þau koma víða fyrir í kvæðum Þorsteins svo sem fram hefir komið
hér áður. Tréð sem tákn veruleika og lífs er fornt minni úr kveðskap og
goðafræði flestra þjóða. „Askur Yggdrasils“ er Islendingum alkunnur og
„heimstréð“ er þekkt víða um álfur. Einar Benediktsson orti um „lífstréð“
svo að dæmi sé nefnt úr íslenskum nútímakveðskap. Ef talin skyldu þau tákn
er jákvæð mega teljast má fyrst nefna: „grasið“, „moldin“, „birta“ og
„mýrin heima“. Tákn mannlífsins og ævi mannanna er einkum „hinn guli
vegur“, en þetta tákn kemur tam. þrisvar fyrir í bókinni Tannfé handa nýjum
heimi, eða hin „eilífa gata“, en þetta tákn er og alkunnugt ekki síður en tréð.
Nöfn ljóðabóka Þorsteins frá Hamri eru oftast dregin af heiti einhvers
ljóðs þeirra eða orðum úr kvæði í þeim. Tákn veruleikans, samfélagsins,
samtíðarinnar og vandamála hennar má draga saman í heiti einnar bókar-
innar: Lángnœtti á kaldadal. Ornefnið er einmitt ritað með litlum upphafs-
staf og fær þannig táknrænt gildi svo sem þegar er vikið að. Skáldinu vitrast
311