Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 102
Tímarit Máls og menningar
gefur því aukinn þunga og áleitnara mátt. BrugSið er upp mynd fugls á
kvisti, en hann syngur fyrir mönnum sem eru tregir til að gefa honum gaum.
Kvæðið er hvöt til mannanna um að leggja við hlustir, því að þótt þeir
skilji ekki þessa „annarlegu túngu“ í fyrstu, þá mun hún leiða þeim á vit
„hjartabarn“ lífs þeirra frelsað og leyst úr hlekkjum. Að baki orðanna felst
hið myndhverfa ákall til samtímans um að hlusta eftir orðum skáldanna,
taka listinni, og brýnt er fyrir mönnum gildi hennar fyrir líf þeirra og heill.
Kvæðið er enn eitt dæmi um viShorf Þorsteins frá Hamri við kveðskap sín-
um og hugmyndir hans um virka list. Ljóðið hljóðar svo:
Fyrst þegar sýngur fugl á ykkar kvisti
farið ei skjótt — en bíðið meðan hann sýngur
þó ljóð hans allt sé annarlegt og nýtt;
bíðið meðan hann sýngur þó ykkur þyrsti
með þurrar kverkar umhverfis bálið og heyrið
linddr niða í brekkujaðrinum; bíðið
um bjarta nótt er hann sýngur.
Túnga hans saungvin nemur sér stað í nættir-
náðum og ró meðal ykkar í loganna skini —
annarleg túnga, bíðið bíðið samt;
þið munuð njóta þeirnar raddar skammt
því hann flýgur á brott er hann hefur leyst
hjart'abairmð úr hlekkjum sínum og frelsað
þess heiðu augu, kvika smáa fíngur
og litla fætur, leitt það ykkur á vit
í laufgað kjarrið; bíðið meðan hann sýngur.
Hljómur þessa ljóðs er ákaflega lágur og hægur, næstum hikandi, en þó er
hann áleitinn, og á ljóðinu öllu er hæg stígandi er magnast smátt og smátt
er á líður, studd jafnri og hægri hrynjandi og endurtekningum orðanna:
„bíðið meðan hann sýngur“. í þessu ljóði beitir skáldið hefðbundnu ljóð-
formi, og lj óðstafasetningin er einnig virkur þáttur heildartjáningarinnar,
tam. í lokin þegar stuðlað er á hið mjúka hljóð „1“. Endarím er með 1. og
4. vísuorði og aftur með 10. og 11. vísuorði og tengir þannig hluta ljóðsins
hetur saman. Loks er endarím aftur með 14. og 16. vísuorði til styrkingar
hádepli ljóðsins um leið og rímorðin vísa aftur til upphafsins: „fíngur —
sýngur“. Ef athuguð er kaflaskipting ljóðsins má sjá að hvíld verður eftir
7. vísuorð er „sýngur“ birtist í þriðja sinn, en vísuorðið er styttra en hin.
Aftur verða kaflaskil eftir 10. vísuorði þegar „bíðið“ er ítrekað á kröftugan
hátt. En þessi tvö orð: „sýngur — bíðið“ eru meginás ljóðsins og utan um
324