Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 107
fírcf frá París
marmara, sem Napoleon lét búa til, til minningar um Karlamagnús, og sem
Nap. sjálfur brúkaði þegar hann kom til Aachen. Þar sá eg ráðhúsið og
„Redouten“, þarsem hazardspilið er á kvöldin. Þar má enginn innfæddur
spila, ekki aðrir enn framandi og þar valt gull og silfur kantu trúa; ekki
spilaði eg, því eg var þá aðfram kominn einsog þú getur nærri, eg átti þá
fimmtíu francs. Þaðan fór eg til Brussel, þaðan til Antwerpen, þaðan aptur
til Brussel þaðan til Waterloo, Mont St. Jean og Bellaliance og þaðan í járn-
brautinni nýju til Parísar, sem eginlega er ekki nema hálfbúin ennþá. Jeg
er ennþá svo útásaður og útataður og úttaugaður af ferðinni að eg er lítið
búinn að sjá af París; þó er eg farinn að rata gegnum göturnar, sem eru
þessari götu sem nú bý eg í, næstar. Eg bý Rue Richelieu Nr 12 Hotel des
hautes Alpes og rata nú á aðra höndina til Pont de Carroussel, Tuileries, Rue
Rivoli, Louvre, Palais Royal o. s. frv. og á aðra höndina til Boulevards, Rue
Vivienne, Rue Louis le grand, Rue St Honoré, Rue d’Aguessau (þarsem Brock
býr) Place de Vendome (þarsem Napoleons styttan er sem búin er til úr fall-
byssum, sem hann tók frá Rússum og Preussum 1806—1810) Place de Bastille
(þarsem Júlístyttan er) Place de Concorde þarsem egyptska Obeliskan er
o. s. fr. Eg er ennþá aungvu bréfi búinn að skila því fyrst verð eg að fá mér
föt, sem eru nokkuð ódýrri hér enn í Kh. Hárskurðarmaður Causse, sem býr
hér í sama húsi, hefir vísað mér á skraddara sem saumar mér fallegann
frakka úr besta klæði fyrir 90 francs = 32 rdl. danska og svo er hann betri
enn 36—-38 dala frakki í Kh. En þarámóti er bústaður andsk. dýr hér; eg bý
á fjórða sal hef eina kitru og má gefa 45 francs = 16—17 rdl. um mánuðinn;
raunar bý eg líka í góðri götu og midt í bænum; en þegar eg verð búinn að
kynna mér staðinn og læra að rata, fer eg héðan og flyt í annann stað verri og
ódýrari. Blessaður skrifaðu mér sem fyrst! mig lángar til að frétta eitthvað
að heiman.
þ. 16daAugust. Af Dönum og Norðmönnum, sem hér eru, hef eg talað við
Dr. Ravn af Friðreksspítala og Bunzen þriðja bróðurinn þeirrar ættar, Brock,
Ilaxthausen (stúdent) einhvern Miiller kennara í frönsku í Borgerdydsskolen,
A. Munch sem einusinni redigeraði Constitutionelle í Noregi, frænda hans
prof. Munch sem nú er farinn héðan, Conf. 0rsted, Prof. Forchammer, stipt-
prófast Ortwed sem eg ferðaðist með ígegnum Belgíu. Hinir þrír fyrstu og sá
síðasti hafa verið mér bestir og þægilegastir; Brock er gamall kunníngi minn
einsog þú veist, en hina tvo þekkti eg lítið sem ekkert, og við Bunzen gengum
lengi í Khöfn og horfðum hver á annann án þess að heilsa. Nú er það gleymt
og hann er mér hinn viðmótsbesti og nytsamasti, því hann er hér kunnugastur
329