Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 109
Bréf frá París
Fylgdarmaðurinn minn var belgiskur að kyni og hafði verið í Waterloo
um daginn og starfað að þeim særðu og föllnu. Hann sagði mér að um
morguninn þann 18da hefði verið allra mesta illviðri, svo að bardaginn byrj-
aði ekki fyren einni stundu eptir dagmál (Napóleon kom með her sinn til
Belle Alliance um kvöldið þann 17da, þegar bardaginn byrjaði reið Napoleon
eptir fylkingunum og nam staðar fyrir miðjum hernum og sagði hátt:
„courage mes enfants! voilá la route de Bruxelles“ og svo birjaði skothríðin.
Um miðdegi voru Frakkar komnir fram til Mont St. Jean og enska fylkíngin
farin að riðlast; gamli garðen kominn framm fyrir ljónið og farinn að drepa
hannóverska herflokkin; þá stóð „l’Empereur“ á -f- (o: ofurlítil brekka rétt
hjá M. St. Jean og sagði: „voilá les Anglais, qu’ils sont perdus“ og svona
vesnaði fyrir enskum framm að nóni þá fann Wellington upp á því bragði að
láta dátana fleygja sér niður á magann í skothríðunum og svona hélt hann
því við þangað til um miðaptan, þá skipaði hann að blása flóttablástur;
helmíngurinn af her hans var búinn að snúa sér við, þegar sást til Bluchers.
Napóleon helt það væri Grouchy, sem átti að hafa gát á Blucher, en Wellíng-
ton sem var nær, sá hverskyns vera mundi; einn aðjútantinn kom á eptir
annann til Napoleons sem altaf stóð á brekkunni, -)- og sagði honum að
Prussar kæmi, enn hann vildi ekki trúa fyrrenn hann sá heilar línur af her
sínum falla fyrir fallbyssum Prussa, sem komu þeim í opna skjöldu. Þú
veitst hvemin svo fór en það veitstu kannske ekki að allir segja hér og í
Belgíu að það sé Marschal Neys mesta frægðarverk að hann hindraði Blucher
frá því að banna franska hernum flótta, því her Napoleons var farinn að
reka flóttann og átti sér einskis vonir. Frá ljóninu sér maður ágjætlega yfir
allann vígvöllinn; þegar maður kemur ofan gengur maður inní ofurlítið hús
þarsem einskonar dyravörður býr, þar er bók í folío, í hana skrifa allir ferða-
menn nöfn sín og þar stendur Grímur Th. llta Aug. Island“, innanum tóm
ensk höfðingja og ríkismannanöfn. Þú getur nærri hvað eg var hátíðlegur
innanbrjósts á þessum morgni og eins var Jósep minn Brassine, sem mér
fylgdi. Hann var hálfgrátandi því hann sagðist elska Frakka og sérflagi
„l’Empereur“ þegar hann sá eg var ekki Englendíngur varð hann ennþá
hrærðari, fór að skamma Enska út og sagði þeir kæmi hér bara til þess að
„se glorifier“ af því Napoleon lamdi á þeim, enn Prussar hjálpuðu þeim.
Við snerum aptur til géstgjafahússins, og þegar þar kom, vildi hann engann
skilding hafa fyrir fylgdina, svo eg gaf hönum vín (forláttu mér) og vindla
fyrir þjónustuna. Blýklædda byssutinnu, sem fundist hafði á vígvellinum með
þessu merki N. keypti jeg fyrir hálfan francs a: 17 skildínga. Afsakaðu nú
331