Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 114
Tímarit Máls og menningar
einhver skrambinn situr í þér, því, sé ekki bréfið þitt „steinhart“ þá er það að
minsta kosti ískallt. Eg hélt lengi vel, að Suhr hefði svikið okkur og að þú svo
grunaðir mig um að hafa svikið þig, en nú sé eg að sú er ekki orsökin, reynd-
ar lítur það bölvanlega út til nýársins, en eg hef aldrei lofað Suhr neinu
vissu og mitt seinasta orð var að eg væri aungvanveginn viss um hvenær eg
mundi geta borgað hönum, og þartil svaraði hann „naa, ja De skal faae
Pengene alligevel, reis De kuns“. Þetta skeði í stóru kongsinsgötu fyrirutan
skeggrakarann framarlega í götunni. Hvað um það eg skal nú skrifa honum
sjálfur, því það er synd að þú komist í vanda útúr því. Þú segir að Séra As-
mundur sendi mér enga penínga, veitstu nema það sé ávísan innaní bréfinu
hans til mín?, hvað sem kurrar, sendu mér hréfin mín bráðum góði! En vertu
nú ekki reiður eða fúll, eða hvað það sem að þér gengur. Ertu ekki orðin
neitt nýtt, svosem kammerráð eða kamarjúnkur, eða þessleiðis. Eg óska þér
til lukku með að Etatsr. Ussing kom ekki inní kamarinn. Heppinn var séra
Markús, en þú kjærir þig, held eg, lítið um gjæfu þeirra mága minna. Hef-
irðu ekki bréf eða kveðju til mín frá bróður þínum. Því sannarlega trúi eg
því ekki, að þið þú og hann leggið fæð á mig, afþví mágar mínir hafa verið
heppnir. Ekki hefði eg verið verri kunníngi ykkar, — það veitstu — þó öðru-
vísi hefði farið. Hvað líður biskupinum okkar og dótturinni hans. Eg
óska trúlofuðu mönnunum til lukku. Eg bið að heilsa Eiríki Jónssyni og
vona hönum gángi vel, þó þér þyki hann vera nokkuð stórstígur í tilfinníng-
unum. Því átti eg von á, að Gísla mundi ganga svona. Heilsaðu hönum samt
frá mér, og öllum samt, að nafngreindum Hannesi Árnasyni (Hvernin líður
honum?), Boga Thorarensen, Kulbeinsen, V. Finsen ef hann er kominn aptur
að heiman. Þú segir að Konráð sé kominn aptur, hvaðan? að heiman, eða úr
Þýzkalandi. Hvað fréttist af Egilsen? Hvernin líður skólanum. Ef þú skyldir
sjá Ploug, þá heilsaðu honum frá mér, og spurðu hann, hvort honum sé al-
vara með, að fá línu frá mér héðan, um eitthvað saklaust, svosem Rachel og
annað þesskonar sjónarsviðsmas. Blessaður láttu Finn Magnússon heyra, að
eg sé peníngalítill uppá þinn máta, fínt og fagurt. Eg hefi ekki fengið bréf
frá honum ennþá. Mayer er hér og biður að heilsa þér. Þeir eru annars
leiðinlegir hérna norðurlandabúarnir, að undanteknum Brock, Ravn (af
Frspítala) kamarajunkur Bjelke, sem þú hefur opt séð hjá Mjóna, (hár mað-
ur velvaxinn) amtmanni Krabbe af Borgundarhólmi og einstaka öðrum.
Ennþá framtaksminni og aumari eru þeir svei mér hér, enn við frónskir í
Khöfn, hafi þeir það. — Eg er nú annars svo bitafullur af nýungum og á-
hrifum og hugsunum og tilfinníngum og öðrum þesskonar hlutum, að eg gét
336