Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 120
Tímarit Máls og menningar
hálflasinn; kvef og hæsi, sem eg hef aldrei haft áður eins, hefur pínt mig í yfir
mánuS og núna um sjálft nýárið má eg kúra heima með spanskflugnaplástur
í hnakkanum, hvomin lítst þér á? — Við erum þanninn báðir Invalider, eg og
minn Protector, Englendíngurinn Major Frye, hann getur ekki haldið hland-
inu og eg get ekki haldið vatninu (í nefinu á mér). Það er skrítinn fugl Major
Frye; við jögustum allajafna á frönsku um franska skáldskapinn, sem hann
(Englendíngurinn!) tekur fram yfir enska skáldskapinn, og svo endar það
með að hann kallar mig „sinn kjæra“, þegar eg er búinn að sýna honum, að
hann, sem er að yrkja frá morgni til kvölds (snúa Eddu Oehlenschlæger o.
s. fr.) hafi mikið lítið vit á skáldskap. En alt fyrir það getur hann orkt á
fimm eða sex framandi túngur (frönsku, ensku, ítölsku, þjóðversku, dönsku
og spönsku) og það allsæmilega að málinu til. — Hverninn líður Jóni Sig-
urðssyni, eg skrifaði honum einusinni til í fyrndinni, en hef ekki fengið svar,
hann mun vera allur í skinnbókunum fornjrœSakrumma (er það ekki gott
lángt og gráhært onomatopöietikon), svo hann vantar tóm til að láta til sín
heyra í þessu landi. — Nú Levin þykir mér hafa látið úr sér yfir mig meðal
annara í „Nordisk Literaturtidende“. Það er skaði eg á ekki hrossabrest og
nóg af hundum til að reka þennan laungraða bölvaðann gyðing útúr túni
bókmentanna. Hverninn gengur í rentukammerinu, „ertu ekki orðinn neitt
nýtt“? hvað um það, þá sendu mér einhvemtíma við tækifæri bréf Magnúsar
gamla Stephensens, mér þykir gaman að heyra hvað hann syngur um skáld-
skapinn minn og hvað hann „forsvarar". Aprópos hverninn lifir Gísli litli
Brynjólfsson, hvað heldurðu hann eigi mörg stadia romantica ideologica,
lyrica, amorosa og hvað margar fatasniðs epocher eptir áður enn hann kemst
á leiðina til að verða kallmaður? Þeir munu búa saman,hann og Stephán bisk-
upsson. Heilsaðu líka Vilhjálmi Finsen frá mér, hvað hefst hann að og hvað
makkar blessaður kaupmaðurinn Þorsteinn „vonin heiðruðu Iandar“ er það
ekki lagið við sálminn? Mínar aktiur standa víst ekki öllu hærra meðal ís-
lendínga enn vatnsaktiur Hjanta með Dönum, því ekki fæ eg seðil né kveðju
frá neinum nema yður, og það má eg hafa út með hörkunni. ímynda eg mér
þó, að þið fréttið ekki neitt af mínum syndsamlegu lífernisháttum hér, svo-
sem kvennafari né þesskonar. Hvergi í veröldinni er annars eins hægt að fá
sér stúlku, einsog hér, maður þarf ekki annað en klappa í lóana. þá koma 10,
hvor annari snotrari [jolie); fríðt kvenfólk er hér ekki til; að minsta kosti
hef eg ennþá ekki séð neina, sem þú mundir kalla fallega, og það þó þér þyki
Sníddarasálin falleg. Þarámóti sér maður hér valla ljótt andlit; þær eru hér
allar liðlegar og laglegar, kunna að búa sig, og líta út, einsog þær séu vel-
342