Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 126
Um jarðvísmdi og fleira
Rabbað við Sigurð Þórarinsson
Sigurður Þórarinsson er einn kunnasti íslendingur utan lands sem innan. Hann
hefur um áratuga skeið verið í fararbroddi vísindamanna í grein sem flestum
öðrum fremur beinir athygli heimsins að Islandi. Hann hefur gert rannsóknir
á jöklum, eldfjöllum og fornum byggðariögum, skapað í rauninni nýja vísinda-
grein, tefrókrónólógíu, öskulagatímatal, lesið á öskulögum með aðstoð glopp-
óttra skrifaðra heimilda sögu lands og þjóðar, vakið ásamt fomleifafræðingum
upp úr auðninni löngu horfna bæi og byggðir, svo að menn vita jafnvel meira
um þær, staði eins og Þjórsárdal og Oræfi, heldur en aðrar, sem haldizt hafa
samfellt í byggð frá landnámsöld. Það virðist auðkenni íslenzkra jarðfræðinga,
og þar hefur Sigurður ekki sízt gefið fordæmi, að þeir einskorða sig aldrei
við fagið sjálft, jarðfræðina eina, heldur líta á hana sem kyndil er bera skuli
ljós að sögu og örlögum þjóðarinnar. Við rannsóknir sínar á landinu er þjóðin
og sagan þeim efst í huga. Einmitt þessvegna hafa þær orðið svo frjósamar
og skírskota jafnt til almennings á íslandi sem erlendra fræðimanna. Ekki
aðeins jöklar íslands og spúandi eldfjöll hafa vakið athygli þeirra, heldur
ekki síður þjóðin sem byggir þetta furðulega land og háð hefur í þúsund ár
baráttu sína, oft vondaufa, á mörkum elds og ísa. Þar eru sjónarmið Sigtirðar
leiðbeinandi og fjölmargar ritgerðir hans. Og mun allt þetta koma betur fram
í viðtalinu 'hér á eftir.
Sigurður Þórarinsson er fæddur 8. jan. 1912 á Hofi í Vopnafirði, varð
stúdent frá Menntaskóla Akureyrar 1931, stundaði eitt ár nám við háskólann
í Kaupmannahöfn og síðan í Stokkhólmi, tók þar kandidatspróf í jarðfræði,
landafræði og grasafræði 1938, varð fil. lic. 1939 og doktor við háskólann í
Stokkhólmi 1944, og fjallaði doktorsri tgerð hans, Tefrokronologiska studier pá
Island, einmitt um öskulagatímatal, þá nýju fræðigrein, en hann hafði á
sumrin fram að styrjöldinni, 1934'—39, stundað jökla- og fornleifarannsóknir
og hafið athuganir sínar á öskulögum. Að loknu doktorsprófi 1944 varð Sig-
urður dóoent og síðar settur prófessor við háskólann í Stokkhólmi 1950.
Eftir að hann kom heim í styrjaldarlok barst honum sem öðrum jarðfræðingum
Islands hvert verkefnið öðru stórbrotnara upp í hendur, Heklugosið mikla
1947—48, gosið í Oskju 1961 og loks Surtseyjargosið. Hefur Sigurður öll þessi
ár starfað af miklu kappi og atorku, fylgzt með hverju eldgosi frá fyrsta degi
og hagnýtt þessa reynslu jafnharðan til þess að öðlast betri skilning á allri
sögu eldgosa, og jafnframt sögu þjóðarinnar eins og áður er vikið að. Auk
brennandi áhuga og starfsorku er hugkvæmni Sigurðar sem vísindamanns með
348