Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 126
Um jarðvísmdi og fleira Rabbað við Sigurð Þórarinsson Sigurður Þórarinsson er einn kunnasti íslendingur utan lands sem innan. Hann hefur um áratuga skeið verið í fararbroddi vísindamanna í grein sem flestum öðrum fremur beinir athygli heimsins að Islandi. Hann hefur gert rannsóknir á jöklum, eldfjöllum og fornum byggðariögum, skapað í rauninni nýja vísinda- grein, tefrókrónólógíu, öskulagatímatal, lesið á öskulögum með aðstoð glopp- óttra skrifaðra heimilda sögu lands og þjóðar, vakið ásamt fomleifafræðingum upp úr auðninni löngu horfna bæi og byggðir, svo að menn vita jafnvel meira um þær, staði eins og Þjórsárdal og Oræfi, heldur en aðrar, sem haldizt hafa samfellt í byggð frá landnámsöld. Það virðist auðkenni íslenzkra jarðfræðinga, og þar hefur Sigurður ekki sízt gefið fordæmi, að þeir einskorða sig aldrei við fagið sjálft, jarðfræðina eina, heldur líta á hana sem kyndil er bera skuli ljós að sögu og örlögum þjóðarinnar. Við rannsóknir sínar á landinu er þjóðin og sagan þeim efst í huga. Einmitt þessvegna hafa þær orðið svo frjósamar og skírskota jafnt til almennings á íslandi sem erlendra fræðimanna. Ekki aðeins jöklar íslands og spúandi eldfjöll hafa vakið athygli þeirra, heldur ekki síður þjóðin sem byggir þetta furðulega land og háð hefur í þúsund ár baráttu sína, oft vondaufa, á mörkum elds og ísa. Þar eru sjónarmið Sigtirðar leiðbeinandi og fjölmargar ritgerðir hans. Og mun allt þetta koma betur fram í viðtalinu 'hér á eftir. Sigurður Þórarinsson er fæddur 8. jan. 1912 á Hofi í Vopnafirði, varð stúdent frá Menntaskóla Akureyrar 1931, stundaði eitt ár nám við háskólann í Kaupmannahöfn og síðan í Stokkhólmi, tók þar kandidatspróf í jarðfræði, landafræði og grasafræði 1938, varð fil. lic. 1939 og doktor við háskólann í Stokkhólmi 1944, og fjallaði doktorsri tgerð hans, Tefrokronologiska studier pá Island, einmitt um öskulagatímatal, þá nýju fræðigrein, en hann hafði á sumrin fram að styrjöldinni, 1934'—39, stundað jökla- og fornleifarannsóknir og hafið athuganir sínar á öskulögum. Að loknu doktorsprófi 1944 varð Sig- urður dóoent og síðar settur prófessor við háskólann í Stokkhólmi 1950. Eftir að hann kom heim í styrjaldarlok barst honum sem öðrum jarðfræðingum Islands hvert verkefnið öðru stórbrotnara upp í hendur, Heklugosið mikla 1947—48, gosið í Oskju 1961 og loks Surtseyjargosið. Hefur Sigurður öll þessi ár starfað af miklu kappi og atorku, fylgzt með hverju eldgosi frá fyrsta degi og hagnýtt þessa reynslu jafnharðan til þess að öðlast betri skilning á allri sögu eldgosa, og jafnframt sögu þjóðarinnar eins og áður er vikið að. Auk brennandi áhuga og starfsorku er hugkvæmni Sigurðar sem vísindamanns með 348
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.