Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 128
Tímarit Máls og menningar Ég held að það sé ekkert sérstaklega merkilegt um hann að segja. Hann var langur miðað við það sem nú tíðkast, en aldrei þótti mér langt. Það erí leikur að læra, eins og krakkarnir syngja. Breytti styrjöldin nokkuð áformum þínum? Hún seinkaði heimkomu minni um nokkur ár, en þau ár voru mér góð. Ég eignaðist ágæta konu og lítið en vistlegt heimili. Ég skrifaði doktors- ritgerð mína á þeim árum og sem aðstoðarritstjóri við alfræðiorðabók Bon- niers lærði ég þau vinnubrögð, sem ég hefi búið að síðan. Það var laust fyrir stríðið, á námsárum þínum, sem við báðum þig að hafa ritstjórn með höndum á tveim fyrstu bindum af Arfi íslendinga undir heildarritstjórn Sigurðar Nordals. Þau tvö bindi áttu að fjalla um landið. Þetta sýnir að við höfum snemma haft traust á þér. Hvernig stóð á því að þér brást dirfska í þetta eina sinn? Það er sagt að fáir viti, hversu mikið þeir þurfi að vita til þess að vita hversu lítið þeir vita, og víst er um það, að þegar ég tók að mér að sjá um bindi af Arfi íslendinga, vissi ég þetta ekki, en mér lærðist það smátt og smátt, einkum í sambandi við vinnu mína við doktorsritgerðina, sem skrifuð er að verulegu leyti með „Arfinn“ í huga. Það var sá reginmunur á aðstöðu minni og Sigurðar Nordals þegar skrifa skyldi „Arfinn“, að hann hafði að baki sér áratuga rannsóknir og hafði með lærdómi og skarpskyggni öðlazt þá yfirsýn í sínum fræðum, sem ég brátt fann, að ég þyrfti einnig áratugi til að ná á mínum sviðum, og óvíst að ég næði nokkurn tíma. En ég hygg, að meginið laf því, sem ég hefi skrifað síðan ég fyrst ræddi um „Arfinn“ við þig og Nordal, hafi mótazt nokkuð af því, sem mér var þar ætlað að vinna, nfl. að reyna að varpa nokkru ljósi landfræðilegra og j arðfræðilegra stað- reynda á þúsund ára sögu okkar litlu þjóðar. En mér hefur aldrei unnizt tími, eða þá að mig hefur skort dugnað, til að skrifa heildarrit um þetta efni. Og því miður hefur mér aldrei verið ljósara en nú, hversu lítið ég enn veit og hversu mikið er óimnið á þessu sviði. Sigurður Nordal hefur sagt í sjónvarpsviðtali að ástæðan til að ekki varð framhald á íslenzkri menningu, eins og áœtlað var, hafi ekki sízt verið sú að bindin um landið brugðust. Fékkstu ekki slœma samvizku þegar þú heyrðir þetta, eða viltu skella skuldinni á okkur sem fyrir útgáfunni stóðum? Hafi getuleysi mitt raunverulega orðið þess valdandi, að Sigurður Nordal 350
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.