Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Qupperneq 128
Tímarit Máls og menningar
Ég held að það sé ekkert sérstaklega merkilegt um hann að segja. Hann
var langur miðað við það sem nú tíðkast, en aldrei þótti mér langt. Það erí
leikur að læra, eins og krakkarnir syngja.
Breytti styrjöldin nokkuð áformum þínum?
Hún seinkaði heimkomu minni um nokkur ár, en þau ár voru mér góð.
Ég eignaðist ágæta konu og lítið en vistlegt heimili. Ég skrifaði doktors-
ritgerð mína á þeim árum og sem aðstoðarritstjóri við alfræðiorðabók Bon-
niers lærði ég þau vinnubrögð, sem ég hefi búið að síðan.
Það var laust fyrir stríðið, á námsárum þínum, sem við báðum þig að
hafa ritstjórn með höndum á tveim fyrstu bindum af Arfi íslendinga undir
heildarritstjórn Sigurðar Nordals. Þau tvö bindi áttu að fjalla um landið.
Þetta sýnir að við höfum snemma haft traust á þér. Hvernig stóð á því að
þér brást dirfska í þetta eina sinn?
Það er sagt að fáir viti, hversu mikið þeir þurfi að vita til þess að vita
hversu lítið þeir vita, og víst er um það, að þegar ég tók að mér að sjá um
bindi af Arfi íslendinga, vissi ég þetta ekki, en mér lærðist það smátt og
smátt, einkum í sambandi við vinnu mína við doktorsritgerðina, sem skrifuð
er að verulegu leyti með „Arfinn“ í huga. Það var sá reginmunur á aðstöðu
minni og Sigurðar Nordals þegar skrifa skyldi „Arfinn“, að hann hafði að
baki sér áratuga rannsóknir og hafði með lærdómi og skarpskyggni öðlazt
þá yfirsýn í sínum fræðum, sem ég brátt fann, að ég þyrfti einnig áratugi til
að ná á mínum sviðum, og óvíst að ég næði nokkurn tíma. En ég hygg, að
meginið laf því, sem ég hefi skrifað síðan ég fyrst ræddi um „Arfinn“ við
þig og Nordal, hafi mótazt nokkuð af því, sem mér var þar ætlað að vinna,
nfl. að reyna að varpa nokkru ljósi landfræðilegra og j arðfræðilegra stað-
reynda á þúsund ára sögu okkar litlu þjóðar. En mér hefur aldrei unnizt tími,
eða þá að mig hefur skort dugnað, til að skrifa heildarrit um þetta efni. Og
því miður hefur mér aldrei verið ljósara en nú, hversu lítið ég enn veit og
hversu mikið er óimnið á þessu sviði.
Sigurður Nordal hefur sagt í sjónvarpsviðtali að ástæðan til að ekki varð
framhald á íslenzkri menningu, eins og áœtlað var, hafi ekki sízt verið sú að
bindin um landið brugðust. Fékkstu ekki slœma samvizku þegar þú heyrðir
þetta, eða viltu skella skuldinni á okkur sem fyrir útgáfunni stóðum?
Hafi getuleysi mitt raunverulega orðið þess valdandi, að Sigurður Nordal
350