Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Qupperneq 131
Um jarðvísindi og jleira
eyjargosið 1963/67, sem ég hefi upplifað og átti kost á að kamna að nokkru.
Þau voni merkileg hvert á sinn máta. Auk þess ollu þau furðulitlu tjóni og
hið síðasta þeirra varð landinu hrein gróðalind. Ég tel það líka sérstaka
heppni fyrir mig að hafa getað litið öll J^essi gos svo að segja frá fyrstu
stundu, því upphafsþáttur eldgoss er einatt markverðasti þáttur þess. Þrjú
af ritunum um síðasta Heklugosið, eftir Guðmund Kjartansson, Trausta Ein-
arsson og mig, fjalla um fyrstu klukkutíma þess.
Hvert af þessum eldgosum er merkilegast og jrá hvaða sjónarmiði? Hvað
hafið þið lœrt af þeim? Mig minnir þú segja einhvern tíma að Hekla hafi
verið bezti kennari þinn.
Þó að Surtseyjargosið hafi hlotið mest umta'l og umskrif og sé líklega eitt
mest auglýsta eldgosið á jörðinni á þessari öld, tel ég óhikað Heklugosið
merkilegast áðumefndra þriggja gosa frá vísindalegu sjónarmiði. Surtseyj-
argosið var afburðafagurt gos, ef svo mætti segja. Það renndi stoðum undir
skoðanir, sem þegar voru fram kommar, og vöðurkenndar af flestum sérfræð-
ingum, og á ég þar einkum við þær skoðanir á myndun móbergsfjalla, sem
Guðmundur Kjartansson birti á prenti fyrstur manna. Sá var og annar kostur
Surtseyj argossins, að það varð svo langt, og því gafst tími til að endurtaka
þar ýmsar rannsóknir, ef þær ekki heppnuðust í fyrstu tilraun. Þannig tókst
Guðmundi Sigvaldasyni og samstarfsmönnum hans að ná þar að lokum hrein-
ustu sýnishomum lofttegunda úr hergkviku, sem nokkurs staðar hafa náðst
á jörðinni.
En Heklugosið, og ekki sízt hinn stórkostlegi, piiníanski upphafsþáttur
þess, opnaði okkur nýjan skilning á hegðun þessa fræga eldfjalls og er þetta
því mikilsverðara, sem eldfjöli af sama tagi hafa átt miklu meiri þátt í upp-
byggingu Islands en nokkum hafði þá órað fyrir. En það er einkenni þessara
eldfjalla, -— dæmi auk Heklu em Oræfajökull og Dyngjufjöil — að efnasam-
setning bergkvilomnar í kvikuþró þeirri sem er að finna undir þeim á mis-
munandi dýpi, breytist milli gosa, þannig að efsti hluti hennar verður því
auðugri af kísilsýru og því snauðari af þungum efnum, sem goshléið er
lengra, og getur orðið hreint líparít, eins og í Heklugosinu 1104, Öræfajök-
ulsgosinu 1362 og Öskjugosinu 1875.
En hefurðu þá snúið baki við jöklunum?
Ekki fellst ég alveg á það, þótt ekki hafi ég af miklu að státa á sviði jökla-
rannsókna síðari árin. En ég hefi þó síðustu 15 árin stjómað, eða tekið þátt
23 TMM
353