Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Qupperneq 135
Um jarðvísindi og fleira
að því er sjáljan þig varðar? Hversvegna leiðir jarðfrœðin hér á landi hug-
ann svo mjög að sögu mannlífsins?
Þessari spumingu hefi ég þegar svarað að' nokkru. Þjóð, sem hefur orðið
að búa að sínu að svo miklu leytí mestan hluta sögu sinnar og býr í landi,
sem á vissan hátt er á mörkum hins byggilega, og landi mikilla náttúruham-
fara, hefur verið háðari umhverfi sínu og breytingum þess en flestar aðrar
þjóðir. Hafísinn í hitteðfyrra og rigningarnar síðastliðið sumar eru okkur
áminning inn, að þrátt fyrir nútímatækni er þjóðin enn mjög háð sínu um-
hverfi. Hitafarsbreytingar em miklu afdrifaríkari hér en jafnmiklar breyt-
ingar í suðlægari löndum. Við höfum svo lítið upp á að hlaupa í því efni.
Saga mannvistar á íslandi verður því aldrei skýrð til fuUnustu án þekkingar
á náttúrlegu umhverfi þessarar mannvistar og breytingum á því. Því verður
saga þjóðarinnar ekki rituð af sagnfræðingum einum, og því kormast íslenzkir
j arðfræðingar svo oft í snertingu við þjóðarsöguna. Og víða koma náttúm-
fræðingum gögn, sem geta varpað ljósi á þá sögu. Sem stendur er íslenzkur
eðlisfræðingur, Sigfús Johnsen, að vinna, ásamt dönskum eðlisfræðingi, W.
Dansgaard, að rannsókn ískjama úr borholu norður í Thule á Grænlandi.
Ur þessum kjama er hægt að lesa hitafarsbreytingar aldir og árþúsundir
aftur í tímann. Þar sem svo virðist, sem hitafarsbreytingar hafi fylgzt aUvel
að á íslandi og Grænlandi síðustu aldimar, geta þessar rannsóknir varpað
nokkm ljósi á loftslagssögu íslands fyrr á öldum. Og íslenzkir vísindamenn
eru nú að kanna hvað VatnajökuU gæti frætt okikur um þetta efni.
Ég hef heyrt Sigurð Nordal fara mjög lofsamlegum orðum um heimilda-
rannsóknir þínar og telja þœr merkilegt framlag til íslenzkrar sagnfræði, og
vœri eitt það bezta sem heimspekideild háskólans hejði gert að gera þig að
heiðursdoktor. Hvað geta jarðvísindin lagt af mörkum til að fylla í eyður
sagnfrœðinnar, styrkja hana og leiðrétta?
Þegar ég tók að kanna íslenzkar heimildir, máldaga og annað, í sambandi
við öskulagarannsóknir mínar, tók ég í fyrstu allt gott og gilt, sem þar var
skrifað um aldur máldaga o. s. frv. En Jón prófessor Helgason las yfir hand-
rit af hluta doktorsritgerðar minnar og athugasemdir hans á spássíum tor-
tímdu trúgirni minni, svo að síðan hefi ég verið varkárari í þeim sökum og
reynt að kanna sjálfur heimildagildi. Ég hefi í því efni notið aðstoðar ágætra
manna, einkum Magnúsar Más Lárussonar og Jakobs Benediktssonar.
Ertu fylgjandi þeim sem véfengja í öllu heimildagildi íslendingasagna og
357